Furðulegt háttalag á sviði

HundurinnFurðulegiVið fórum í leikhús í gærkvöldi til að sjá Furðulegt háttalag hunds um nótt. Og það fyrsta sem blasir við á sviðinu er téður hundur, rekinn í gegn með stungugaffli. Og ekkert er furðulegt við háttalag dauðrar skepnu sem er fljótlega borin á gafflinum til hliðar eins og hver annar taðköggull úr fjárhúsi. Og þeir sem vonuðust eftir stórleik hjá Snata og félögum, fóru sjálfsagt heim í hléinu, enda bar þetta á góma við hlandskálaröðina í kjallaranum, þar sem eldri maður minnti þvagfélaga sinn á Baskerville-hundinn, sem sýndi einmitt það furðulega háttalag að gelta ekki um nótt. Og þessi sérkennilega þýðing á titli truflaði mig ekki því brelludeild leikhússins fór á kostum á sviðinu og mikið var lagt í umgjörð um frekar einfalda sögu sem aðalpersónan og sögumaður komu á stundum vel til skila. (Í bókinni hefjast margar setningar á Og).

Þorvaldur Davíð leikur Kristófer Boone og sýnir mikið úthald í langri sýningu með miklum texta, sem reyndar lýkur ekki þegar tjaldið fellur í lokin. Aðrar persónur eru flatar og óeftirminnilegar og ef ekki hefðu komið til brellur með ljós og myndvarpa, hefði verkið sómt sér vel sem útvarpsleikrit. Á Rás 1.

Mér fannst sýningin engu bæta við bókina, sem ég hef lesið tvisvar mér til mikillar ánægju og á eftir að draga hana fram einu sinni enn eftir þessa upplifun. Á sviðinu vantaði of mikið kjöt á beinin og sagan varð allt of sundurtætt, einkum eftir hlé og endirinn hefur hugsanlega lent í skærunum því lokaatriðin voru pínlega pirrandi og með reddingablæ.  Kannski hef ég séð of marga hvolpa á Fésbókinni til að þykja sá mórauði krúttlegur sem borinn er inn í trékassa. Mér er til efs að þetta verk eigi heima á sviði og viðurkenni nokkur vonbrigði. En sjálfsagt er gott að fara væntingalaus á þessa sýningu og fyrir þá sem hafa ekki lesið bókina, verður upplifunin eflaust önnur en mín.

Einkunn: 2 lakkrísmolar af 5.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s