Að borga eða ekki, þar er efinn

Geysiskortið Síðsumars 2012 höfðum við hér við Sædýrasafnið skipti á hús og bifreið við hjón í úthverfi Dýflinnar. Það gekk ágætlega og við fórum víða um landið og móruðum okkur vel. Þar er margt að sjá og maður vandist því fljótlega að hafa evrurnar tiltækar í vasanum. Þarna þarf að borga fyrir allt. Allt sem þykir einhvers virði að skoða, fornminjar, fyrirbæri, merkir staðir og þess háttar, er metið til fjár en á móti aðgangseyri kemur þjónusta og upplýsingar. Jafnvel klósettafnot kosta 0.20 evrur. Við vorum gestir og greiddum þetta umhugsunarlaust. Heima á Íslandi fóru írsku hjónin út um allar grundir og horfðu ókeypis á allt.

SAMSUNGÞessi hlaðni steinkofi hýsti einu sinni fólk. Hann er hundgamall og stendur á landareign Seamusar bónda á Dinglenesi, ásamt fleiri svipuðum kofum og fjárrétt. Þetta sáum við frá veginum og vildum skoða, gengum upp með húsinu en heyrðum þá Brendan, bróður Seamusar, kumra við lúgu á húsi sem sennilega hefur einhvern tíma verið fyrir fiðurfé. Á handskrifuðu spjaldi stóð að eina evru kostaði að skoða herlegheitin. Við borguðum fúslega og fengum upplýsingablöðung. Innifalin var heimsókn á timburkamar sem þeir bræður höfðu sett upp og var afar snyrtilegur, ekki útskitinn eins og eftir íslenskt fjallafyllerí. Við hefðum getað skoðað Dunbeg Fort í leiðinni fyrir 2 evrur en höfðum fengið nóg af grjóti í bili og kvöddum. Okkur þótti nóg að horfa á það frá landamörkunum.

Ein evra er ekki hátt gjald inn á einkaland. Á Geysi rukka bændur fjórar evrur og eiga ekki landið. Það er morgunljóst að bæði er þetta of mikið og innheimturétturinn enginn.Ef ég finn hjá mér knýjandi þörf til að sjá Geysi, dettur mér í fyrsta lagi ekki í hug að borga og ef hververðir meina mér aðgöngu frá þjóðvegi, er alltaf hægt að leggja lykkju á leið sína. Land í almannaeigu er enn öllum frjálst til umferðar.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s