Jafnrétti Orkuveitunnar -framhald

jafnréttisráð tölvupóstur litað yfir nafnÞetta er framhald af færslu gærdagsins. Ég veit að þetta skiptir litlu máli úr þessu en þar sem skemmtilega mola rak á fjörur mínar finnst mér rétt að klára dæmið:

Eins og sjá má af tölvuskeytinu var hinu fjölskipaða jafnréttisráði nokkur vandi á höndum. Aðeins ein tilnefning hafði borist og tveir dagar til stefnu. Þar með var einboðið að ráðsfulltrúar byrjuðu leit að verðugum viðurkenningarhöfum úti í samfélaginu, bæði samtökum og fyrirtæki. Sú leit bar árangur því samkvæmt traustum heimildum þótti ríkisstjórnin eiga þarna heima og einnig Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarfokksins. Gaman hefði verið að sjá rökstuðninginn með þeim.

En eflaust hafa ráðsfulltrúar fagnað þegar Orkuveitan kom upp á borðið og PR-fræðingar sleikt út um. Svo heppilega vildi nefnilega til að aðalfundur Orkuveitunnar var haldinn daginn eftir að viðurkenningin var veitt. Ekki leiðinlegt að hafa gripinn góða á borðinu og sýna hagstæðar tölur í ársreikningum, aldrei þessu vant. Þá er um stund hægt að „gleyma“ harðri og verðskuldaðri gagnrýni á starfsemi fyrirtækisins, fjárfestingar, bruðl fyrri ára og skuldabaggann, sem léttist varla á næstunni. En maður getur alltaf vonað.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s