Á miðilsfundi

Ég var á miðilsfundi núna síðdegis sem fór auðvitað fram á Facebook, eins og flest þessa dagana. Stofnaður er atburður og fólk tilkynnir þátttöku. Á þessum fundi voru 348. Fyrirmæli til fundargesta voru skýr og standa efst á síðu atburðarins:

Ég vinn þannig að ég skrifa hérna á viðburðinn miðlunina að handan. Ef þið þekkið þann láttna meigið þið gera líka/like og ef þið eruð viss um að þið þekkið þann látna, þá megið þið skrifa í einkaskilaboðin mín, taka afrit af því sem ég skrifa og senda mynd af þeim látna. Ég vil biðja ykkur um að ekki trufla á meðan ég er að miðla, og ekki skrifa heldur á vegginn. „

Síðasta setningin er sannfærandi. Miðill sem er í svo góðu sambandið við handanheima að skrif á fésbókarvegg trufla hann, hlýtur að vera góður.  Þrátt fyrir þennan fyrirvara og brýningu, tilkynntu margir fundargesta komu sína með skrifum og voru ávíttir harðlega. Það gerðist reyndar líka á síðasta miðilsfundi en þá kom einkum fram látið fólk sem hægt var að gúgla, þ.e. sem hafði látist í slysum sem höfðu ratað á síður dagblaða eða netmiðla. Þeir sem voguðu sér að benda á þetta, voru líka víttir harðlega, því góður miðill þarf ekki að gúgla og auðvitað helber tilviljun að þeir sem komu fram, voru allir gúgltækir.

Þessi skilaboð á vegg miðilsins vöktu athygli mína í dag:

spákonumiðill
Þetta tiltekna slys og eftirmáli þess hefur verið nógu mikið í fréttum til að ekki þarf að gúgla til að vita hvaða fólk miðillinn á við.  Ef má gúgla, þarf ég í hæsta lagi klukkutíma undirbúning til að halda svona fund. Framhaldið veltur svo á trúgirni og vilja fólks til að opna veskið sitt, því ekkert í þessum efnum er ókeypis, nema þessi fyrsti fundur á opnum fésbókarvegg.

3 athugasemdir við “Á miðilsfundi

  1. Bakvísun: Framliðnir færa út kvíarnar: Bein útsending frá miðilsfundi á facebook. Gúgltækir eru vinsælir : Herðubreið

  2. Bakvísun: Á miðilsfundi -2 | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.