Á miðilsfundi -2

Ég færði til bókar nokkrar hugleiðingar mínar eftir setu á miðilsfundi á Fésbókinni í gær. Nú hafa um 10.000 lesið færsluna og rúmlega 500 deilt. Mér er því ljúft og skylt að birta framhaldið en þar er rýnt í Norræna miðlaskólann, viðtal við Júlíönu miðil og lýst er eftir konu sem birtist á myndinni með Júlíönu og virðist vera að handan.

Norræni miðlaskólinn er í boði á netinu gegnum Skype. Nánari lýsing á námsefninu er hérna. Þar segir meðal annars:

Við munum algjörlega vinna með tengingu á milli okkar og andaheimanna. Þ.e.a.s við einbeitum okkur að sambandinu við hinn látna og miðlum skilaboðum áfram til viðskiptavinarins. Þú munt læra: Að ná tengingu við andaheiminn með ljóstækni Ná tengingu við aðstoðarmann þinn að handan. Aðskilja raunveruleikann frá ímyndunarafli Vernda þig og heimili þitt Vera tilbúin að miðla til viðskiptavinar með fjar miðlun Hreinsa hús með því að koma á staðin og einnig með fjarmiðlun Við munum einnig koma aðeins inn á sorg og erfiðleika þar sem við getum miðlað boðskap til þeirra sem glíma við sorg og erfiðleika. Siðfræði og siðferði Þú getur sótt um að komast í skólann með því að senda umsókn til Júlíönu Jónsdóttur. Þú verður að skrifa og segja smá fra þér og þinni upplifuna af andaheiminum. Ég mun í framhaldinu hafa samband við viðkomandi, þar sem við munum í framhaldinu hafa samskipti í gegnum Skype. Það er nauðsynlegt að þú hafir bæði hæfileika og sért anlega sterkur og berir virðingu fyrir þessarri aðferð við að miðla á milli þessa heima. Kennslan er í 4 skipti og fer öll fram í gegnum skype. Við munum hittast fyrsta sunnudag í hverjum mánuði Það kostar 10.000,- í hvert skipti.“

Fyrsti miðilsfundurinn á fésbókinni var 13. apríl. Því miður hefur öllum innleggjum miðilsins um framliðna sem vildu ná sambandi, verið eytt, en viðkomandi aðilar voru flestir auðþekktir úr slysafréttum fjölmiðla undanfarna mánuði og ár.  Nokkrir fundargesta vöktu athygli á þessu en ábendingum þeirra var jafnan eytt og þeir sakaðir um neikvæðni og niðurrif. Allri gagnrýni á vinnubrögð miðilsins var einnig eytt jafnharðan en ljóst var að þau sem höfðu af henni persónulega reynslu, voru misánægð með samskiptin og var lítillega vikið að áfengisneyslu við störf.

Ljóst er að margir taka þetta mjög alvarlega, enda eru syrgjendur viðkvæmir og vilja gjarna í söknuði sínum ná sambandi við þá látnu. Þess vegna er  hægt um vik fyrir gúglfima „netmiðla“ að notfæra sér einlægni og trúarvilja.

9. apríl birtist viðtal við Júlíönu miðil í DV. Það er fróðlegt og með því birtist þessi mynd af Júlíönu á fésbókarmiðilsfundi. Á myndinni geta glöggskyggnir séð konu með hvítan hatt og sólgleraugu. Ekki er vitað hvort hún er framliðin og óskað er eftir frekari upplýsingum.

Júlíana miðill

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.