Gömul kona á peysufötum

Ég mætti á miðilsfund á fésbók núna síðdegis, mjög opinn fyrir að fá boð að handan og þrátt fyrir ákveðin tilmæli miðlanna um að ekki mætti skrifa á fésbókarvegg viðburðarins, braut ég þá reglu margsinnis. Ég vildi gjarna vita af hverju þetta mætti ekki og hvernig það gæti mögulega truflað miðil í góðu sambandi. Að vanda var skilríkjaskortur á fundinum og enginn sem þar kom fram, hafði fyrir því að kynna sig, sem er mjög bagalegt fyrir okkur hérna megin sem eigum  erfitt með að ráða í óljósar vísbendingar að handan. Ég bað ítrekað um nöfn (heimilisfang í jarðlífinu er vissulega bónus) en því var ekki svarað. Þó rofaði til þegar gamla konan gerði vart við sig.

Gamlar konur eru vinsælar á miðilsfundum. Séu þær á peysufötum, eru þær jafnvel fæddar á þarsíðustu öld. Þær hafa gaman af handavinnu (þessi heklaði) og drekka kaffi. Þessi var með gleraugu sem eru ómissandi fyrir sjóndapra. Ég vildi vita nánari deili á þessari konu og bað um nafn. Eftir nokkrar vífillengjur svaraði miðillinn:

Spámiðill 6
Ömmur mínar eru báðar látnar. Hvorug þeirra átti peysuföt og ég taldi rétt að það kæmi fram. En miðillinn er harðákveðinn í að tengja þá gömlu við mig og í peysufötunum skal hún vera.

Gíslína á miðilsfundi

Enn skil ég ekki hvernig fólk sem hefur fyrir því að gera vart við sig á miðilsfundi og vill gjarna ná sambandi við einhvern hérna megin og getur tjáð sig um allt frá tiltekt í skápnum á ganginum til fyrirgefninga á hinu og þessu, segir ekki til nafns. Meðan ekki er orðið við þessari sjálfsögðu kröfu, er útilokað að taka mark á þessum meintu miðlum. Ég held áfram að efast og véfengja þangað til.
Án nafna sitja rúmlega 300 gestir á opnum miðilsfundi á fésbók, blóðlangar að spyrja nánar og brjóta heilann ákaflega um hvort einhver í hópi hinna framliðnu hafi hugsanlega, mögulega, ef til vill viljað við þá tala. Og þótt margir hafi brotið regluna um að skrifa á fésbókarvegg viðburðarins var sambandið býsna gott og margir komu í gegn. En ég þekkti engan. Ekki einu sinni hana Gíslínu, meinta ömmu mína á peysufötunum.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Gömul kona á peysufötum

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.