Fimm ára háskólanám fyrir láglaunastarf?

Fyrirsögn þessa pistils er spurning dagsins. Ég hóf minn kennsluferil rúmlega 19 vetra og á 22 árum drap ég niður fæti í fimm skólum, var lengst í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Tvisvar fór ég í verkfall til að knýja fram hærri laun. Þau skiluðu engu nema blankheitum og vonbrigðum. Kennarar safna í verkfallssjóð til að hafa efni á verkfalli og semja þegar sér í botninn. Launahækkun fæst gegn meiri vinnu, meiri viðveru, meira af einhverju og þá breytir engu hvort viðsemjandinn er sveitarfélag eða ríkið. Ég vissi frá upphafi að ég yrði aldrei feitur af laununum en þar sem mér fannst alltaf gaman að kenna og gekk glaður til starfa, vonaði ég alltaf að ég gæti einhvern tíma sleppt aukavinnunni og verið bara kennari. Það gekk ekki eftir og eftir verkfallið 1995 missti ég alla trú á kjarabætur. Ég sagði upp 1997 um haustið.
Ég íhugaði í hálftíma 2007 að snúa aftur og kynnti mér kaup og kjör. Af því varð ekki. Ég geri mér grein fyrir svartsýni og vonleysi þessa pistils en niðurstaðan er þessi:

Kennarar verða alltaf láglaunastétt. Alltaf. Því fær ekkert breytt, hvorki góðæri fyrir hrun né vitundarvakning eftir hrun.

Verkfall hefur engin áhrif. Ég tala af reynslu. Það er barnalegt að halda annað.

Er hægt að mæla með fimm ára háskólanámi til að gegna láglaunastarfi? Nei.

Mælt er með því við verðandi kennara að eignast maka sem er á skikkanlegum launum. Þá er hægt að hafa efni á því að vera í skemmtilegu og gefandi vinnunni.

Þetta er kalt mat. Setjum upp raunsæisgleraugun. SVONA VERÐUR ÞETTA!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Fimm ára háskólanám fyrir láglaunastarf?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s