Um löggildingarpróf fyrir verðandi skjalaþýðendur

Þessi próf eru í umsjón sýslumannsins á Hólmavík sem tekur við greiðslum fyrir próftöku og sendir út niðurstöður. Annað er hans hlutverk ekki. Að hausti eru fjórir námskeiðsdagar og voru þeir gagnlegir að nokkru leyti enda er hópurinn stór og þarfir mismunandi. Gjald fyrir próftöku í aðra áttina, t.d. af ensku á íslensku er 105 þúsund. Taki maður í báðar áttir kostar þetta 140 þúsund. Skv. mínum upplýsingum náðu fimm prófinu, þar af einn í ensku og var fallið 95%. Þetta er hærra hlutfall en okkur hafði verið sagt á námskeiðunum en kröfurnar eru miklar og meðan þær eru sanngjarnar er ekkert út á það að setja. Talnagleggri menn en ég geta síðan reiknað út heildarupphæðir og önnur hlutföll og fabúlerað um endurnýjun í stéttinni og þess háttar. Þetta er ekki ódýrt og þar sem ég náði ekki tilskildum árangri, reyni ég ekki aftur. Ég hef haft þýðingar að aðalstarfi í 17 ár og held áfram að þýða meðan einhver vill nýta þjónustu mína.

Prófið er tvíþætt. Fyrst er stofupróf sem tók fjóra tíma. Síðan fengum við viku til að ljúka heimaprófinu og gátum þá nýtt flestar leiðir sem þýðendur nútildags hafa. Ég ráðgaðist við kollega mína hist og her, aðallega her og gerði fátt annað þessa viku en að grufla í prófinu. Sennilega of mikið því undir lokin var ég orðinn blindur á villurnar, sem voru fáar en skiptu máli. Ég kvarta ekki yfir niðurstöðunni og sætti mig við hana. En lesendum og áhugafólki um þýðingar er hér birt heimaprófið. Þetta er væntanlega opinbert plagg og birting heimil eins og á öðrum skjölum sem frá hinu opinbera fara.

Löggprof

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.