Bændablaðið er best

Vísnaþáttur 1
vísnaþáttur 2 Árni Geirhjörtur Jónsson frá Fremstafelli í Stóru Köldukinn sér um vísnaþátt í Bændablaðinu. (Hér er rétt að taka fram að sá siður Þingeyinga að nota hástig lýsingarorða í staðarheitum og örnefnum fær að ráða för. Í venjulegri sveit myndi bærinn heita Fell og sveitin Kinn. En þetta er útúrdúr.)

Okkur bræðrum er frekar vel við Árna og léðum honum í vor nokkrar stökur úr stílabók sem krotað var í á leið eftir pulsuveginum forðum daga, þar sem ekið var fram hjá merkilegum stöðum. Það er alkunna að þegar bændur (markhópur blaðsins) lýjast á lestri um búvélar og ræktun, vaknar löngun í þjóðlegan fróðleik og þá helst dýrt kveðnar vísur með innrími og alles. Fyrir vikið kom okkur því á óvart að leitað var til okkar og halda mætti að slaknað hefði á kröfum Bændablaðsins……. (Hér var sleppt löngu pereatþusi um Framsóknarfokkinn).

Ég hafði reyndar gleymt þessum greiða en var á hann minntur þegar ég tók eftir að viðskiptavinir Krónunnar (sem er aðaldreifingaraðili blaðsins í Hafnarfirði) höfðu flykkst að blaðakassanum og lásu af óvenju mikilli áfergju það sem fyrir augu bar. Yfirleitt lætur fólk sér nægja að slefa á forsíður glanstímaritanna. Ég sá út undan mér að allir héldu á Bændablaðinu og mundi þá eftir þessum greiða okkar. Af meðfæddri hógværð og lítillæti læddist ég út með hakkið mitt og neftóbakið en nældi mér þó í eintak í leiðinni. Og sjá…

Álíka fjaðrafok varð í búðinni þegar næsta tölublað birtist. Ég var í hettupeysu og fór út um bakdyrnar.

Enn hef ég ekki verið beðinn um áritun í Krónunni en mun taka slíkri beiðni vel og blíðlega.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.