Pungar í knattspyrnu

„Ef við hefðum haft meiri pung þá hefðum við klárað þetta.“

Leikskráin kveikti í Njarðvíkurstúlkum: „Eruð þið með pung?

„„Egill „Gillz“ Einarsson varð heltekinn af stærð eistna hollenska þjálfarans Luis van Gaal eftir að sá síðarnefndi skipti um markvörð fyrir vítaspyrnukeppni Hollands og Kosta Ríka. Egill, sem er stuðningsmaður Manchester United, sem Gaal þjálfar á komandi tímabili, sagði á Twitter eftir að Hollendingar komust áfram: „Er einhver til í að taka það að sér að vigta punginn á Van Gaal og senda mér svo hversu mörg kg hann er?“ Í kjölfarið endurtísti Egill öllum þeim tístum sem hann fann er fjölluðu um hreðjar hins hugaða Hollendings en mjög óvanalegt þykir að skipta um markvörð rétt fyrir vítaspyrnukeppni.“ (DV)

„…svo lengi sem menn hafa hreðjar og hafi tilfinningu fyrir leiknum og umfram allt…“

Þessi ummæli og fleiri í sama dúr er að finna á netinu í umfjöllun um knattspyrnu. Nokkuð ljóst er að vísað er í enska nafnorðið „balls“ sem í beinni þýðingu vísar til eistna/hreðja/kynfæra karlmanns og málfátækir ná aldrei lengra en þangað. En sá sem hefur „balls“, býr yfir kjarki, áræði, þori, hugrekki, djörfung, dug, hug… Allt orð sem eiga vel við ofangreindar aðstæður þar sem búa þurfti yfir þessum eiginleikum. Beina þýðingin er barnaleg og bjánaleg, einkum þegar stúlkur eiga í hlut.

Íþróttafréttamenn hafa oft legið undir ámæli vegna takmarkaðs orðaforða og ofnotkunar á enskum hugtökum, sem eru ýmist illa þýdd eða ísl-enskuð. En þar eru líka margir til fyrirmyndar, sem myndu aldrei framkalla bjánahroll hjá hlustendum með því að misnota punginn þegar önnur og betri orð eru til.

Efst í þessari færslu er mynd af manni sem er með pung eins og sjá má. Í samanburði við títtnefndan Van Gaal, er hér kominn næsti landsliðsþjálfari.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s