WOW-hrifin -2. kafli

Þetta er annar kafli í sögunni af ferðalagi okkar Járn-Afa á pulsuveginum um Jónsmessuna.
Herðubreið í fjarska

Upplifunin:
Að fara hringinn á 30 km meðalhraða er góð skemmtun. Maður sér landslagið betur og öðruvísi og getur gónt lengi út í fjarskann. Svona löng keppni í Evrópu væri í myrkri 1/3 af tímanum. Hér er dagurinn eilífur á þessum árstíma og við fengum gott veður. Við ókum í draugalegri þoku yfir Öxi og náðum varla að halda í við Pétur sem fór niður brekkurnar á fjallahjólinu án þess að snerta bremsur, mjög sennilega á ólöglegum hraða og komum niður í algert logn í Berufirði. Austfjarðafjöllin eru stórbrotin og við horfðum meira á þau en fram á veginn.

Þegar við (Járn-Afar og Medical Racing Divas) nálguðumst Höfn í Hornafirði sáum við á veðurskilti A 1 og gátum glaðst yfir væntanlegum meðvindi í bæinn. Samferðadíva mín hefur sennilega verið orðin syfjuð því hún horfði á vegaskiltin, hugsaði sig lengi um og sagði síðan: „Beygjum við ekki örugglega til hægri?“

Í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum var hægt að hjóla á allt að 45 km hraða tímunum saman. Þar græddum við margar mínútur. Upphaflega gerðum við ráð fyrir 27 km meðalhraða og að vera 48 tíma á leiðinni en vegna þessa langa og góða kafla frá Höfn að Selfossi græddum við 2 klukkutíma í viðbót við klukkutímann sem fannst á Norðurlandi. Okkur leið vel, við vissum að þetta tækist og hlökkuðum til að glíma við Hellisheiði, sem er eina misfellan á þessari marflötu leið. Þótt við hefðum lagt af stað nokkuð vissir um að komast alla leið, er ekkert öruggt í þeim efnum.

Í aðdragandanum sagði Trausti einu sinni: „Við verðum að gera þetta meðan við getum það.“ Við vorum líka svolítið montnir af því að vera elsta liðið af þeim 55 sem kláraði (Meðalaldurinn var 58 ár). Upplifunin var svo góð að við stefnum ótrauðir á að endurtaka þetta síðar, alla vega þegar við erum allir orðnir langafar. Við jafnaldra okkar og jafnöldrur er einboðið að segja: „Komaso!“

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.