B.A.ritgerð í smíðum!

Myndin tengist færslunni ekki en er aðallega til að gera köttunum til geðs

Myndin tengist færslunni ekki en er aðallega til að gera köttunum til geðs

Ritgerðin mun fjalla um ketti, strokur þeirra og fólkið sem strýkur þeim andhæris. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er hvort og hvernig andhærisstrokur katta endurspegla fólkið sem býr á heimilinu.

Til að leita svara við spurningunni ætla  ég að taka fimm eigindleg viðtöl auk þess að taka ljósmynd af ketti/köttum hjá viðmælendum mínum. Einnig mun ég óska eftir að fólk sendi mér mynd af köttum í náttúrulegu umhverfi sínu þegar andhærisstrokur fara fram og svari í leiðinni spurningaskrá.

Auk viðtalanna og ljósmyndanna styðst ég við við rannsóknir fræðimanna sem hafa rannsakað hegðun fólks og tengsl þess við gæludýr. Í þessu samhengi skoða ég sérstaklega hlutverk kynjanna og hvernig þau birtast í viðmóti gagnvart téðu gæludýri. Einnig athuga ég og mun spyrja fólk ítarlega um líðan, andlegt ástand, tíma dags, efnahag, þjóðfélagsstöðu, stjórnmálaskoðanir, fjölmiðlanotkun og aðra áhrifaþætti á andhærisstrokur. Notkun geðlyfja verður könnuð í þessu samhengi og rýnt í félagsnet viðmælenda með tilliti til félagsfælni.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna væntanlega að mikill munur er á andhærisstrokum fólks eftir fjölskylduhögum, það er hvort það býr eitt, er í sambúð, hvort það eru börn á heimilinu eða hvort börnin eru uppkomin. Töluverður munur verður án efa einnig á strokum fólks sem á eitt barn og hjá fólki sem á þrjú eða fleiri börn. Einnig verður fundið ákveðið samhengi milli þess hver kaupir matinn handa kettinum á heimilinu og hver sér helst um viðhald á honum varðandi dýralæknisheimsóknir og þess háttar. Meðferð á ketti og þá einkum andhærisstrokur gefa dýrmæta og fróðlega mynd af viðkomandi fjölskyldumeðlimum og lífi þeirra.

Fyrirmyndin er hérna. Ég sé efni í fleiri ritgerðir.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s