WOW-hrifin -3. kafli

Bílar og hjól:

Lagt er af stað að kvöldi þriðjudags, ræst í tveimur hópum til að dreifa úr húsbílalestinni sem fylgir keppendum og þegar fólk fer á fætur og ræsir sjálfrennireiðar sínar eru flestir hjólandi í Öxnadal eða komnir upp á Vaðlaheiði á leið að Mývatni. Þar með erum við laus við mesta umferðarþungann og almennt voru samskipti okkar við bílstjóra með besta móti. Það er einungis þegar nær dregur borginni sem fer að syrta í álinn.

Þessi klausa í keppnissögu Arnarins vekur athygli:

„Þegar við fórum að nálgast endamarkið tókum við eftir miklum pirringi ökumanna og vægast sagt ótrúlegri ósvífni og dónaskap íslenskra bílstjóra sem flautuðu og svínuðu fyrir hópinn af því þeir þurftu að keyra inn í borgina á 65-70 km hraða í stað 100km. Og ekki voru atvinnubílstjórnarnir betri sem lögðu keppnisfólk í stórhættu á köflum, fyrst Eimskips trukkurinn í Kömbunum sem taldi sig eiga hægri akreinina sem við hjóluðum á þrátt fyrir að sú vinstri væri auð og vörubílstjórinn með fullfermi sem kom úr þrengslunum og ætlaði bókstaflega að keyra yfir mannskapinn. Það eina sem við gátum gert var að taka báðar akreinar með Workforcemönnum og sjá til þess að bílar væru ekki að taka fram úr með því að taka báðar akreinar, þegar færi gafst, og verja þannig hópinn fyrir brjáluðum íslenskum bílstjórum. Þannig unnu bílstjórarnir saman þegar verja þurfti hópinn. “

Þetta má nánar sjá í meðfylgjandi myndbandi.

Hvert stefnir? – Þúsund að ári

55 lið og 3 einhjólarar luku hringnum á pulsuveginum á vegum WOW-Cyclothon. Úrslitin eru hér. Hröðustu liðin settu met, 39:12, sem verður trauðla bætt nema í meðvindi alla leið, enda margreyndir keppnismenn. Besti tími 10 manna liðs var 40:36, enda er hægt að skipta ört og taka alla áfanga á fullu átaki. Síðustu liðin voru 56-57 tíma á leiðinni, enda misvanir hjólarar þar á ferð og sumir að prófa götuhjól í fyrsta sinn. Fyrstu einhjólarar voru á rúmum 74 tímum. Þetta þýðir í raun að allir sem eiga hjól eða geta fengið lánað hjól og smalað í lið, geta verið með. Kostnaðurinn hefur þó áhrif og ekki eru allir tilbúnir að snara fram 40 þúsund fyrir hringferðina en sú tala er miðuð við 10 manna lið. 4 manna lið borgar 100 þúsund á mann. Hjá sumum veltur þátttaka því á bakhjarlinum og þá vantaði ekki í ár. Þetta þykir gott markaðs-og kynningarátak og kennir margra grasa í hópi fyrirtækja sem opnuðu budduna í ár.

Enn hefur ekkert hámark verið sett á fjölda liða. 2013 voru þau 24. Í ár 55. Að ári 100? Með skipulagðri ræsingu er það alveg hægt.95% af pulsuveginum er góður yfirferðar með tillitssömum bílstjórum. Hætturnar eru bara á leið yfir Hellisheiði að Rauðavatni. Þar eru þessi 5% bílstjóra oftast, sem eiga erfitt með að umbera reiðhjól á vegum.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.