Kona verður járnkarl?

Stefan AusturríkiUndanfarnar helgar hafa verið skemmtilegar fyrir þríþrautarfólk hérlendis og erlendis því Ironman Kalmar og Ironman Kaupmannahöfn skiluðu okkur frábærum árangri og var Íslandsmetið tvíbætt. Fyrst í Kalmar þar sem Viðar Bragi Þorsteinsson átti góðan dag og síðan í Kaupmannahöfn þar sem Stefán Guðmundsson skipaði sér í röð fremstu þríþrautarmanna heims. Í bæði skiptin setti ég saman fréttatilkynningu og sendi fjölmiðlum sem brugðust hratt og vel við og birtu á vef sínum eða fluttu tíðindi í fréttatíma.  Allt var þetta hið besta mál og gleði okkar er fölskvalaus.

Orðið Ironman þýðir járnmaður og nær til karla og kvenna. Almennt er þetta talin erfiðasta íþróttakeppni heims og varð hún til á Havaí fyrir 36 árum þegar þrjár erfiðar keppnir voru settar saman í eina, þ.e. 3.8km sjósund, 180 km á hjóli og  maraþonhlaup.

karen-mynd-hjól
Hér áður fyrr var okkur tamt að tala um járnkarl og járnkarla en fyrir nokkrum árum var tekið upp jafnréttislegra heiti og eðlilegra, sem er téður járnmaður. Þau sem lokið hafa járnmanni kalla sig járnsystur og járnbræður og eru kærleikar miklir þegar við hittumst á förnum vegi. Því voru mér nokkur vonbrigði að sjá að í öllum tilfellum nema einu, breyttu viðkomandi fréttamiðlar tilkynningunni og gerðu járnmanninn að járnkarli. Kannski er ástæðan sú að í báðum tilvikum var metið í karlaflokki bætt. En mér þótti þetta óþörf breyting og kjánaleg.

Ég reikna með að skrifa fleiri svona tilkynningar til fjölmiðla á komandi árum. Þegar (ekki ef) járnmetið í kvennaflokki verður bætt, vona ég að nýi methafinn verði ekki sagður járnkarl. Járnmaður hljómar vel. Líka járnkona.

Á myndunum í þessari færslu eru núverandi Íslandsmethafar, Stefán Guðmundsson og Karen Axelsdóttir.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Kona verður járnkarl?

  1. Ég sendi bréf varðandi þetta á fjölmiðla í gær og fékk svar áðan frá RÚV. Íþróttadeildin þar á bæ fær prik fyrir góð viðbrögð.

    „Erum búin að ræða þetta hér á íþróttadeildinni og við málfarsráðunaut. Við munum nota járnkarl og járnkona hér eftir líkt og þú talar um að gert sé erlendis og járnmenn þegar talað er um bæði kyn.“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s