Mataræðið sem virkar!

fimmsinnumsjökúrinnEinu sinni las ég mér til um jafnvægiskúrinn. Þar var fæðutegundum blandað saman til að skapa jafnvægi. Þar mátti borða rækjusalat með majónesi oná hrökkbrauð því hrökkbrauð er svo grennandi. Á sama hátt var allt í lagi að fá sér þeyttan rjóma út á Canderelbætt kakó. Ég var á þessum kúr eftir hádegi á þriðjudegi en skipti snarlega í hvítvínskúrinn um kvöldið og byrjaði svo á sítrónukúrnum daginn eftir. Þá var ekki búið að finna upp Atkinskúrinn, 5:2, 6:1, 7:0 og fleiri kúra sem einkennast af fáránlegu fokki (afsakið slettuna) með mataræði. Það er vont/leiðinlegt/óþægilegt að vera svangur og sá sem engist af löngun í hnetusmjör og sultu oná franskbrauðið sitt, ætti að láta það eftir sér.

Í tilefni af sykurlausum september (enn eitt átakið) þar sem megináherslan virðist vera á notkun dulbúins sykurs, kynni ég hér með eina mataræðið sem virkar. Mér finnst ég hafa fundið upp hjólið í eldhúsinu og stefni ótrauður á jólabók, jafnvel með myndum. Ég er aldrei svangur, mér líður alltaf vel, finn nær aldrei til hungurtilfinningar og hef enga þörf fyrir millimálabita. Ég vigta ekki matinn, stíg aldrei á vigt en les matreiðslubækur af áfergju. Þetta er 5 sinnum 7 mataræðið.

Í 5×7 eru fimm máltíðir á dag. Morgunverður, kaffipásusnarl, hádegismatur, síðdegisbanani og kvöldverður. Mesta lengd milli máltíða eru þrír tímar. Þannig verður maður aldrei svangur. Skammtastærðir eru valfrjálsar. Ef mig langar í tvær rúgbrauðssneiðar með kavíarslettu með kaffinu klukkan tíu, fæ ég mér þær. Sykur í ýmsu formi er engin bannvara, því kökur eru góðar, einkum vínarbrauð með glassúri og súkkulaðikaka með rjómaslettu. Eina viðmiðið er í raun að neysla og orkuþörf haldist í hendur. Þar veldur hver á heldur.

Með samstilltu átaki verður hægt að frelsa alþýðu manna undan oki matarkúra, BMI-stuðulsins og annarra kvarða. Með þessu móti verður kjörþyngd gefin frjáls. Það er ástæðulaust að vera svangur og þjást þegar lausnina er að finna í brauðkassanum, sultuhillunni, ísskápnum og ávaxtakörfunni. Fimm sinnum sjö er svarið.

Ein athugasemd við “Mataræðið sem virkar!

  1. Bakvísun: Vort daglega brauð | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.