Járnmaður í Köln

Hakon i Köln

Hákon Hrafn eftir 30 km.

Hákon Hrafn Sigurðsson, sem æfir og keppir undir merkjum 3SH, tók þátt í Cologne226-járnmanninum í morgun.  Hann synti 3,8 km á 62 mínútum, hjólaði 180 km á 4 tímum og 37 mínútum sem er besti hjólatími Íslendings í járnmanni og hljóp síðan maraþonið á 3 tímum og 20 mínútum (óstaðfestur hlaupatími) Hann varð í 6. sæti af öllum keppendum, sigraði tugi atvinnumanna og var fyrstur í sínum aldursflokki 40-44 ára. Lokatíminn er  09:02:36,79!

Þessi tími Hákonar er næstbesti árangur Íslendings í járnmanni. Stutt er síðan Stefán Guðmundsson stórbætti met Viðars Braga Þorsteinssonar í Ironman Kalmar og með árangri sínum hefur Hákon staðfest að íslenskir þríþrautarmenn eru meðal þeirra bestu í heiminum.

Hákon mynd

Hákon fagnar sigri í Hálfa Járnmanninum í sumar

Þetta er fyrsti járnmaður Hákonar en hann á Íslandsmetið í hálfum járnmanni sem hann setti í sumar og hefur verið ósigrandi í þríþrautarkeppnum hér heima undanfarin ár. Hann var valinn þríþrautarkarl ársins 2013 hjá ÍSÍ.

Hann er einnig afreksmaður á öðrum sviðum og var nýlega skipaður prófessor við Háskóla Íslands.

Hákon kemur í mark í Cologne226

Hákon kemur í mark í Cologne226

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s