Vort daglega brauð

2014-09-09 10.15.51 Fyrir nokkrum dögum varð til hér á kontórnum stutt lýsing á mataræði mínu, sem nú hefur fengið meiri útbreiðslu en ég átti von á. Engu er logið í frásögninni en þó fær ekki allt að fljóta með. Ég sleppti því viljandi að segja frá fyrirbærinu „Átvaglið“ sem gengur laust hér við Sædýrasafnið og graðgar í sig góðmeti sem talið er liggja undir skemmdum. Kexpakkar, kleinur, rúsínupokar og fleira gúmmelaði hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Náskyldur þessu fyrirbæri er „Prumpufuglinn“, sem kennt er um alla viðrekstra innanhúss sem utan, en þar sem barnabörnin eru hætt að trúa á tilveru hans, er einboðið að hann fljúgi til heitari landa með haustinu. En þetta er útúrdúr og formáli að morgunverkinu sem var brauðbakstur.

Þetta brauð (sjá uppskrift og aðferð) er fyrir þá sem nenna ekki að hnoða, vilja slumpa á hráefni og helst verja sem minnstum tíma í undirbúning. Það er svo einfalt að sex ára barn getur útbúið það að kvöldi en samt er vissara að fullorðinn heimilismeðlimur stjórni bakstrinum morguninn eftir því annars getur farið eins og í sögunni af Hans og Grétu.

Ég hef ekkert á móti góðum bakaríisbrauðum en þessi verksmiðjulega sneið sem sést á myndinni við hliðina á mínu brauði, var svo ógirnileg í morgun að ég gaf mófuglunum hana. Því fögnuðu kettir heimilisins og komu sér fyrir við gluggann, frekar ákafir á svipinn. Sjálfur ætla ég að vera viljugri til brauðgerðar á næstunni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.