Femarelle-kúrinn

chiagrautur

Þetta er ekki það sem kötturinn ældi á gólfið í morgun en er nauðalíkt því sem hann skildi eftir sig. Þetta er chiagrautur.

Dagskrárvísir 365, öðru nafni Fréttablaðið, er líka bæti-og aukaefnabiblía heimilisins. Þar eru auglýst hylki, töflur, duft, stílar, stautar, drykkir með 100% lífrænum efnum, gerlum, ómegafitusýrum, gulrótum, steinefnum, fjörefnum, bíókulti, candída, amínó, blaðgræna, spírulína, rauðrófusafi…. (af tillitssemi við lesendur var listinn styttur um um 70%). Nú á maður að drekka möndlumjólk og kókosolíu og allt með chiafræjum ku vera svo hollt að ég óttast að verða karareymingi ef hafragrauturinn er án þeirra.

Bætiefnahollustulífið er flókið. Ég ætlaði að útbúa þennan drykk í morgun, sem aðaltalskona sykurlauss september vill troða í mig.

Byrjaðu daginn á þessum dásamlega morgunsjeik sem er stútfullur af kalki, magnesíum, prótíni og trefjum. 

Banana og súkkulaðisjeik

60 g grískt jógúrt
1/2 banani
1/4 úr lárperu
handfylli spínat
1 skammtur súkkulaðiprótín
150 ml möndlumjólk
lítil handfylli kasjúhnetur
50 ml vatn
kakónibbur og kasjúhnetur til skreytinga.“

Innkaup í þennan dásamlega morgunsjeik sem fyllir eitt stórt mjólkurglas, lækka stöðuna á kortinu um sirka tíu þúsund því ekkert af þessu fæst í litlum skömmtum og allt af þessu er frekar dýrt. Kakónibbur fást þar að auki ekki í Hafnarfirði og kosta sennilega handlegg og fót. Ég er ekki nógu mikill flottræfill til að leggja í svona.

En við lestur á vikuskammti af dagskrárvísinum fann ég rétta efnið fyrir mig. Ég svitna ótæpilega við íþróttaiðkun mína og vökvatapið er rúmur lítri á klukkustund. Þar sem Femarelle dregur mjög úr svitamyndun er einboðið að verða sér úti um það og hefja markvissa neyslu. Að auki dregur það úr skapsveiflum og liðaverkjum. Ég reikna með að verða annar og nýr maður eftir fyrsta mánuðinn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.