Stóra maraþonmálið frá sjónarhóli þýðandans

Nýjustu fréttir af Stóra maraþonmálinu eru forvitnilegar fyrir áhugafólk um þýðingar og þýðingarvillur. Mér þótti því einboðið að rýna í reglugerðir yfir morgunkaffinu.

Kjarninn birti niðurstöðu Dómstóls ÍSÍ í kærumáli vegna meints brots á reglum í Íslandsmeistaramóti í maraþonhlaupi, eins og hér má lesa um.  Úrskurður yfirdómnefndar RM er staðfestur, þrátt fyrir að þar hafi komið fram að reglur hafi verið brotnar. Í úrskurðinum segir orðrétt:

„Slík keppni heyrir  undir reglur Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) um framkvæmd götuhlaupa og
maraþons sem við lítum svo á að séu reglum hlaupsins æðri.“

í 2. grein almennra keppnisreglna IAAF er lúta að aðstoð, ráðgjöf og upplýsingum segir: „Hver sá keppandi sem veitir eða fær aðstoð innan keppnisvæðis meðan á keppni stendur skal yfirdómari aðvara og benda á að ef slíkt endurtaki sig verði hann gerður leikrækur (Þýðing: FRÍ).

Reglur IAAF varða fyrst og fremst keppni á frjálsíþróttaleikvangi og þegar rýnt er í þær, sést að þetta ákvæði á einkum þar við, t.d.  varðandi keppnissvæðið. Í næstu grein á undan þessari í þýðingu FRÍ stendur:

„Aths: Keppissvæðið, sem venjulega er einnig afgirt, er skilgreint í þessum tilgangi sem svæðið þar sem keppnin fer fram og aðgengi er takmarkað við
keppendur og þá einstaklinga sem hafa til þess leyfi í samræmi við viðkomandi reglur og reglugerðir. “ (Feitletrun mín).“ Þar af leiðir að ekki er hægt að leggja að jöfnu afmarkað keppnissvæði eins og frjálsíþróttaleikvang annars vegar og hlaupabraut í kringum Reykjavík hins vegar. Ég skil vel að ekki hafi þótt ástæða til að taka sérstaklega fram að reiðhjól væru bönnuð á brautinni. enda er tilhugsunin um reiðhjól á Laugardalsvellinum í keppni í brautarhlaupi álíka fáránleg og að hugsa sér fylgdarmenn á hestum. (Strangt til tekið er ekkert ákvæði um hesta í reglunum en ég vona að enginn þurfi að heyra hófatak í Fossvogi og á Ægisíðu að ári í RM.)

Mig grunar að þeir sem ákváðu að hengja hatt sinn á reglur IAAF um framkvæmd götuhlaupa og maraþons, hafi ekki lesið þær til fulls. Í kaflanum um götuhlaup sem er nr. VIII, regla 240, er fjallað um mælingu, merkingar, ræsingu, næringu á leiðinni og allt í þeim dúr.  Ekkert kemur fram um aðstoð við keppendur, aðra en þá sem starfsmenn hlaupsins veita.

Enginn sérstakur kafli er um maraþonhlaup er í reglunum, þannig að dómstólar geta ekki vísað til hans.

Þar með hljóta almenn ákvæði reglnanna um aðstoð við keppendur að gilda. En þar segir í grein 144.

„2. Hver sá keppandi sem veitir eða fær aðstoð innan keppnissvæðisins meðan á
keppni stendur skal yfirdómari aðvara og benda á að ef slíkt endurtaki sig verði
hann gerður leikrækur. Ef keppandi er síðan vísað úr keppni skal sá árangur
sem náðst hefur til þess tíma í viðkomandi umferð keppninar vera ógildur. Samt
sem áður skal árangur sem náðst hefur í fyrri umferðum vera gildur.
3. Fyrir tilgang þessarar reglu er eftirfarandi talið aðstoð og því ekki leyft.
(a) Leiða í hlaupum af keppendum sem taka ekki þátt í keppninni eða ef
hlauparar eða göngukeppendur sem hafa verið hringaðir eða eru um það
bil að verða hringaðir, gera það
eða tæknilegum hlutum (nema þeim sem eru leyfð skv. gr. 144.2(g)).“

Eftir nokkrar tilraunir til að skilja þennan texta, fannst mér gott að sjá þetta ákvæði í formála reglnanna:

Enska útgáfan gildir -reglur IAAF

Leikreglur í frjálsum íþróttum, fyrsta útgáfa 1915. Þetta er 23. uppfærsla þeirra

Til samanburðar er frumtexti IAAF, (grein 144) sem gildir ef um vafa er að ræða á þýðingu:

„Assistance
2. Any athlete giving or receiving assistance from within the
competition area during an event shall be warned by the Referee and
advised that, if there is any repetition, he will be disqualified from
that event. If an athlete is subsequently disqualified from the event,
any performance accomplished up to that time in the same round of
that event shall not be considered valid. However, performances
accomplished in a previous round of that event shall be considered
valid.
3. For the purpose of this Rule, the following examples shall be
considered assistance, and are therefore not allowed:
(a) Pacing in races by persons not participating in the same race, by
athletes lapped or about to be lapped or by any kind of technical
device (other than those permitted under Rule 144.4(d)).“

Endurbætt þýðing (sem ég vona að skiljist betur).

Dómara ber að aðvara keppanda sem veitir eða fær aðstoð innan keppnissvæðis meðan á keppni stendur og benda honum á að endurtekning varði brottvísun.  Ef íþróttamanni er síðan vísað úr keppni, telst árangur hans í viðkomandi umferð teljast ógildur. Þó skal árangur í fyrri umferðum teljast gildur.

Að því er varðar þessa reglu skulu eftirtalin dæmi teljast aðstoð og eru því óheimil:

(a) Hraðastjórn í keppni af hálfu aðila sem eru ekki þátttakendur í viðkomandi keppni, af hálfu íþróttamanna sem eru hringaðir eða verða hringaðir, eða með einhvers konar tæknilegum búnaði (öðrum en þeim sem er heimilaður í reglu 144.4(d)). 

Göngukeppendur finnast ekki í frumtexta.

Hver er þá niðurstaðan? Mér finnst nokkur munur á „keppanda“ og „aðila.“ Skv. þýðingu FRÍ er fylgdarmaður á reiðhjóli ekki keppandi og heyrir því ekki undir reglurnar eins og þær eru í þýðingu FRÍ. Samkvæmt frumtexta IAAF er téður fylgdarmaður hins vegar aðili og á ekkert erindi inn á keppnissvæðið. En ég er ekki lögmaður og ekki bær til túlkunar á lagatextum. Það eru hins vegar þeir sem sitja í Áfrýjunardómstóli ÍSÍ en þangað fer þetta mál til endanlegs úrskurðar.

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Stóra maraþonmálið frá sjónarhóli þýðandans

 1. Sæll Gísli minn,

  Mér finnst þetta mjög áhugavert og eins og þú veist er ég mikil áhugakona um reglur. Mig langar að fá þitt álit á reglunni sem varðar aðstoð og tek hérna kaflann úr IAAF reglunum en mín spurning varðar lið b)

  3. For the purpose of this Rule, the following examples shall be
  considered assistance, and are therefore not allowed:
  (a) Pacing in races by persons not participating in the same race, by
  athletes lapped or about to be lapped or by any kind of technical
  device (other than those permitted under Rule 144.4(d)).
  (b) Possession or use of video or cassette recorders, radios, CD,
  radio transmitters, mobile phone or similar devices in the
  competition area.

  Undantekning frá þessari reglu er sérstaklega tekin fram í fylgjandi kafla:

  (d) Devices carried personally by athletes during a race such as heart
  rate or speed distance monitors or stride sensors, provided that
  such device cannot be used to communicate with any other
  person.

  Það eru mörg ár síðan ég kynnti mér þessar reglur (sennileg á þeim tíma sem ég lá yfir þríþrautarreglunum 😉 og fyrir mér þýðir liður (b) að ekki megi hlaupa t.d. með iPod eða síma með tónlist en vegna (d) sé það sé í góðu lagi að hlaupa með Garmin úr.

  Ég og minn maður höfum aldrei hlaupið með neitt í eyrunum í keppni, einmitt vegna þess að við þekkjum þessar reglur. En við erum náttla pínu anal í svona málum 🙂

  Nú eru fjölmörg dæmi um að keppendur í RM – Íslandsmeistaramótinu í heilu maraþoni hafi hlaupið með einhvers konar tæki til að til að hlusta á tónlist enda mjög þægilegt og rannsóknir benda til þess að það sé auðveldara…

  Og þá kemur spurningin: Voru keppendur í heilu maraþoni sem hlupu með tónlist í eyrunum að brjóta IAAF reglurnar?

  En ef ég skil yfirlýsingar frá RM rétt, þá eru þar reglur, öllum öðrum reglum æðri, en þó bara í heilu maraþonini sem var Íslandsmeistaramót en ekki í öðrum vegalengdum.

  Ja þegar stórt er spurt.

  Kær kveðja,
  Eva Skarpaas

  • Stórt er spurt, vissulega. Það sem flækir þetta mál umtalsvert, að mínu mati, að reglur IAAF eru miðaðar við íþróttaleikvang og þar þurfa keppendur í t.d. 10.000 metra hlaupi að heyra í bjöllunni. Allt regluverkið miðast við lokaðan leikvang. Mér finnst hæpið að ætla að nota þær í þessu tiltekna máli.
   En ef á að hengja sig í þessar reglur, verður að taka þetta alla leið og ég er ekki viss um að aðstandendur RM hafi gert sér ljósa grein fyrir efni þeirra. Ég held að fyrst RM auglýsti reglur á opinberri vefsíðu sinni, verði að fara eftir þeim, annað væri rugl. RM hefur þar að auki verið meistaramótið í hvað mörg ár?
   Og fyrst þú spyrð svona bein um keppendur í heilu 😉
   Engin sérstök ákvæði eru um maraþonhlaup í IAAF-reglunum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s