Í hægðum mínum

2014-10-14 17.30.37 Á öllum betri menningarheimilum eru bækur upp um alla veggi. Á sumum vottar jafnvel fyrir því að bækurnar hafi verið lesnar, ekki bara einn metri í brúnu bandi eða hálfur metri í svörtu leðri, eins og stöndugir útgerðarmenn fengu sér fyrir jólin. Ég viðurkenni fúslega að hafa enn ekki opnað einhverja kognitíva kennslubók frá árunum í KHÍ og geri það varla úr þessu. En vegna stöðu minnar sem samfélagsrýnis er einboðið að flagga því sem vel er gert og nú eru bókahillurnar þematengdar.

Þetta er hillan fyrir ofan hásætið úr postulíninu, þar sem við kettirnir eigum okkar gæðastundir á morgnana. Lesefnið tengist atferli okkar og ég vel mér titil eftir stuði dagsins. Lesendur geta ímyndað sér líðanina þegar Brosað gegnum tárin er dregin fram eða Dyrnar þröngu. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð skýrir sig sjálft en þegar allt er með kyrrum kjörum er Ilmur liðinna daga eftir Hagalín frænda minn tekin fram. Stefnumót við óvissuna er stundum fyrsta bókin en að nokkrum síðum loknum er einboðið að skipta í aðra sem hæfir stundinni betur.Þarna er líka eðalverk eftir einkaþjálfara sem býr í Kópavogi og hefur getið sér gott orð fyrir smekkvísi á eitthvað sem ég man ekki í svipinn hvað er.

Mér væri í lófa lagið að krefja lesendur um álíka uppljóstranir og mynd af salernishillunni en treysti því að smekkvísi þeirra ráði í þeim efnum.

 

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Í hægðum mínum

  1. Ég hef reynt að lesa skáldsögur á klóinu og það bara gengur ekki – ég þarf bara að lenda á spennandi kafla og þá er bókin komin með mér upp í sófa áður en ég veit af. Hins vegar hef ég lesið allnokkur smásagnasöfn, mikið af teiknimyndasögum, nokkrar tilvitnanabækur og eitthvað af ljósmyndabókum. Er núna með True Tales of American Life (ritstýrt af Paul Auster) og 1200 bls. uppflettirit um enskar bókmenntir sem ætti að endast mér nokkur ár.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.