Stóra hundapössunarmálið

Hundapössun Þessi ljósmynd hefur farið víða á víðlendum fésbókar í morgun og endaði á Visir.is ásamt viðtali við Kristínu Ástgeirsdóttur sem fer fyrir Jafnréttisstofu. Myndinni fylgja vangaveltur um launamun kynjanna, mismunandi kröfur sem strákar og stelpur gera um kaup og heyrst hafa orðtæki eins og Snemma beygist krókurinn.  Í viðtali við Vísi kemur þetta fram:

 Kristín segir að þarna kristallist sú staðreynd að skilaboðin sem séu send börnum séu að konur séu minna virði en karlar. „Þetta hefur verið rætt mikið og reynt að breyta þessu. En gengur greinilega mjög illa,“ segir framkvæmdastýran.“

Myndin er tekin í verslun í Kópavogi og ég bjóst við að sjá hana þegar ég sinnti innkaupum fyrir aldraða foreldra mína, en þau búa ekki í þessu hverfi og ég sá aðeins auglýsingu um barnagæslu. En forvitnin var vakin og með nokkrum stuttum símtölum fékk ég að vita allt um þetta.

Auglýsingarnar eru báðar um 4 mánaða gamlar. Þær eiga það sameiginlegt að hvorug hefur skilað árangri. Stelpurnar sem verðleggja sig svona lágt, langaði í vasapening. Strákarnir, sem eru 12 ára, voru búnir að gleyma auglýsingunni en ákváðu verðið án nokkurra rannsókna eða upplýsinga, veðjuðu bara á að þetta yrði gott kaup. Spurn eftir hundagæslu í hverfinu þeirra er því engin.

Þrátt fyrir umfjöllun Vísis komu allir aðspurðir málsaðilar af fjöllum því enginn hafði haft samband við þá og þeir vissu ekki af tilvist myndarinnar á Fésbókinni, ekki af greinarskrifum og viðtali og alls ekki af ýmsum ályktunum sem myndin vakti. Um þetta mætti hafa nokkur orð um vandaða fréttamennsku og ályktunarbráðræði en ég læt það eiga sig í þetta sinn.

Eftir spjall við fólk hist og her (aðallega her) veit ég að tímakaup fyrir barnapössun er lægra en það sem strákarnir setja upp og hærra en kaupkröfur stelpnanna, eða um 450-550 á tímann á daginn og allt að 1000 á kvöldin. En börn eru ekki hundar og sjálfsagt þarf að gera meira en að teyma þau í ól og láta þau gera þarfir sínar utanhúss.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s