Heimsókn í hávöruverslun-Örleikrit í einum þætti

Klukkan 05:15. Ég kom að mjólkursnauðum ísskáp og drakk teið mjólkurlaust með banananum. Fór í sund og kom við í hávöruverslun hverfisins á heimleiðinni. Tók eina 1,5 lítra mjólkurfernu sem kostar 85 krónum meira en í lágvöruversluninni og gekk að afgreiðsluborðinu. Þar stóð starfsmaður merktur öryggisvörslu og horfði eftirvæntingarfullur á mig. Við vorum einir. Horfðumst í augu eitt augnablik.

Starfsmaður: Eitthvað fleira fyrir þig? Fannstu allt sem þú þurftir?

Ég: Já.  Er alltaf svona mikið að gera hérna?

Starfsmaður: Hingað kemur enginn eftir miðnætti. Þú ert sá fyrsti.

Ég: Geturðu ekki lagt þig á nóttunni?

Starfsmaður: Nei. Hér eru myndavélar út um allt. Ég get ekki sofið.

Ég: Er meira að gera á daginn?

Starfsmaður: Álíka mikið og á nóttunni. Ég er oftast einn.

Ég: Hvernig ber verslunin sig?

Starfsmaður: Ég veit það ekki. Þetta hefur alltaf verið svona hérna síðan ég byrjaði. Ég kaupi aldrei neitt hérna. Of dýrt fyrir mig.

Við glottum. Ég gekk út til hægri. Tjaldið.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.