Með nörðum í Friðarhúsi

skraflmynd2

Þetta er keppnissaga með skraflkenndu ívafi.

Mér finnst gott að vera nörður (beygist eins og mörður) og skraflnörðurinn ég keifaði kvefaður og horstokkinn að Friðarhúsinu á laugardaginn til að etja kappi við aðra skraflnerði á Íslandsmóti. Smalað hafði verið til leiks á víðlendum fésbókarinnar þar sem Skraflfélag Íslands heldur úti upplýsingasíðu og þar er einnig starfandi hópurinn Skraflarar. Við spilum okkar Orðaleik á netinu og fyrir nokkrum dögum bættist Netskraflið (er í þróun) við. Ég horfi lítið á sjónvarp og fyrir vikið er nægur tími á kvöldin til skrafls og spjalls við aðra skraflnerði. Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði heldur Skraflfélagið skraflkvöld á Cafe Haíti og þar er glatt á hjalla. En í Friðarhúsi hitti ég marga í fyrsta sinn sem ég hafði skraflað við á netinu. Flestir þeir sterkustu voru mættir en tvo erfiða netandstæðinga mína hefði ég gjarna viljað sjá. Þær hafa lofað að mæta að ári.

Taflaskraflstigmót

Mótið í tölum.

Ég vissi að róðurinn yrði þungur og í fyrstu leikjunum var ég þungur í hausnum, seinn að hugsa og lenti undir framan af. En eftir torsóttan sigur á móti Guðmundi í 2. umferð heimsótti heppnin mig á móti Hildi og Sigríði sem ég hafði kviðið fyrir að mæta, enda harðsnúnar með afbrigðum. Þær sáu ekki til sólar meðan feitu orðin lögðust makindalega í bakkann minn. Leikur okkar Vilhjálms var aðeins jafnari. Ég fór sáttur heim, tók mín verkjalyf og drakk te í lítratali til að svæla kvefið og hálsbólguna úr mér.

Fyrir seinni daginn var allt opið. En ég fann í fyrstu leikjunum að heppni gærdagsins var á sínum stað eins og úrslitin sýna, einkum á móti Unu og Steinþóri, sem bæði hafa unnið mig í netspili. Ég hafði sérsniðna strategíu tilbúna á móti Reyni sem er afar viðsjárverður í opnum leik og eftir gott bingó (sjö stafir út í einu) gekk allt upp.

Erfiðasta viðureignin var í níundu umferð á móti Sigríði Hjálmarsdóttur.  Hún lék hratt og fumlaust, gaf mér ekkert svigrúm og ég fékk vonda stafi. Ég var orðinn sáttur við að tapa, vissi að við myndum þá verða jöfn og heyja úrslitaglímu í tíundu umferð en tók ákveðna áhættu sem gekk upp og skilaði mér 9íslenskorðabókverðlaunskrafl5 stiga orði. Eftir það var pakkað í vörn og sigurinn varð naumur en sætur.

Ég sat hjá í tíundu umferð, róaði taugarnar sem voru vel spenntar og þáði vegleg verðlaun í lokin sem stjórn Skraflfélagsins hafði smalað saman. Ljúka verður lofsorði á skipulag og mótsstjórn og þótt keppnin væri hörð, sveif góður andi yfir vötnum og fólk knúsaðist að móti loknu. Benedikt Jóhannesson kom í heimsókn, tók myndir og skrifaði þessa grein.

Nú er ég hóstandi heima því hálsbólgan hefur tekið völd. Sjálfsagt þarf að vinna eitthvað en að öðru leyti tek ég skrafláskorunum á netinu. Ég viðraði líka hugmynd mína um fjölskrefli  (náskylt fjöltefli) á síðasta spilakvöldi og hef ákveðnar hugmyndir um útfærslu á því. Ég treysti mér til að skrafla við allt að fimm í einu. Komaso!

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.