Fullkomin spurningakeppni

Ég hef oftar tekið þátt í spurningakeppni en ég man eftir og alltaf haft gaman að. Ég var einu sinni hjá Hemma Gunn og vann fjárhæð sem dugði fyrir steik og rauðvíni ofan í karlkennarana í Öldutúni. Í spurningakeppni hjá Górillunni unnum við MK dýrindis kvöldverð á Hótel Sögu en gleymdum að taka út allar pítsurnar sem fylgdu vinningnum. Í Útsvarinu var ég tvo vetur með góðu fólki og hafði gaman af. Núna undirbý ég mig fyrir Spurningakeppni Átthagafélaganna þar sem lið Djúpmanna skartar mér, þekktum leiðsögumanni og framsóknarþingmanni. Þess á milli er hægt að nöldra. Ég nenni því oft, enda af nógu að taka. Og þar sem Útsvarið er orðið frekar þreytulegt, hef ég leitað á náðir netsins til að svala áhuga mínum.

universitychallengeÞað er snúið að búa til góða spurningakeppni. Þessi er gömul í hettunni og þar þótti takast svo vel til í upphafi að formið hefur fengið að halda sér. Þetta er keppni háskóla/framhaldsskóla í Bretlandi og meðalaldur liða getur verið frá 19 og allt að 30 árum. Fyrir hvert rétt svar fær lið þrjár bónusspurningar. Sektarstig eru fyrir að grípa inn í með rangt svar. Víðlesnir keppendur standa sig best. Spyrjandi er röggsamur og ákveðinn, rekur þetta vel áfram, því hámarkstíminn er 25 mínútur. Áhorfendur í sal klappa hófstillt öðru hverju en annars er áherslan á þekkingu keppenda.
Aðdáendur Gettu betur fussa sjálfsagt því þarna vantar margt. Engir spekingslegir spurningahöfundar og stigaverðir sem halda uppi þvinguðum samræðum við spyrjanda inn á milli. Engir öskrandi eða syngjandi áhorfendur. Engin þvoglumælt svör við hraðaspurningum. Engin skemmtiatriði eða auglýsingar. Bara spurningakeppni. Mig langar í svona þátt í íslenskt sjónvarp.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.