Landróverklúbburinn velur íþróttamann

eldhúskollurUndanfarin tíu ár hef ég haft skoðun á vali íþróttamanns ársins.  Í gær rann út frestur sérsambanda og nefnda ÍSÍ til að skila vali sínu á íþróttakonu og karli ársins ásamt rökstuðningi. Síðan sest Landróverklúbburinn (samtök íþróttafréttamanna) á rökstóla og greiðir atkvæði.  Það er fljótlegt því flestir (órökstuddur grunur) hafa gert upp hug sinn í lok nóvember og þetta er formsatriði. Vegna fyrirspurna sem borist hafa hef ég ákveðið að hnoða í þessa álitsgerð:

1. Að vanda verða 8 karlar og 2 konur í hópi tíu efstu. Þegar vel árar, eru konurnar þrjár.

2. Af þessum 10 verða 7 úr boltaíþróttum.

3. Sá sem fær eldhúskollinn í ár er knattspyrnukarl.  Ef um væri að ræða bíl ársins, væri sá bíll örugglega Landróver.

Þetta er því svo óspennandi að ég læt þetta nægja í ár. Að þessu sinni mæti ég ekki í hófið góða sem ÍSÍ heldur árlega og heiðrar íþróttafólk ársins með viðeigandi hætti. Það er alltaf gaman og fólk fær verðskuldaða athygli. Eftir hlé tekur Landróverklúbburinn við. Vegna framangreinds spádóms míns kemur mér fátt þar á óvart. En maður getur alltaf látið sig dreyma…

Að öðru leyti vísast í skrif fyrri ára. Þau eru óttalegt hjakk í hjólförum (eftir Landróver).

 

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s