„Óvandaður og ómerkilegur blekberi“

Ég er blogglatur þessar vikurnar en fékk viðvörun í rauðabítið frá vefumsjónarkerfinu mínu um óvænta sveiflu því um 500 höfðu lesið gamla færslu. Ég fékk líka ábendingar um ástæðuna sem var sú að þessi „ágæti“ maður sem tjáir sig hér í athugasemdakerfi DV, eins og hann hefur vitið til, sendir mér tóninn í trausti þess að ég sjá ekki bullið sem upp úr honum vellur. „Helvítis hjólafólkið„fékk mikla útbreiðslu á sínum tíma og umfjöllun í öllum prentmiðlum, enda tilefni til. Guðlaugur var þá í framboði og svaraði engu.
fyrirbæriðÉg Mér er ljúft og skylt að breiða út þessa skoðun Guðlaugs svo hún fái viðeigandi athygli.  Þarna er ekki farið rétt með neitt nema nöfn viðkomandi og talað af svo yfirgripsmikilli fávísi að halda mætti að Guðlaugur hefði ekki verið á staðnum. Kettirnir hér á bæ eru sérlega gramir yfir kjölturakkalíkingunni því þeim er illa við geltandi ferfætlinga. Ég er hins vegar fullur af kærleika og hlýju í garð samferðamanna minna á lífsins leið því bráðum verður fagnað hækkandi sól og fyrr en varir heldur hjólafólk á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu aftur út á göturnar til að æfa og leika sér. Verði Guðlaugur á vegi okkar, býð ég honum upp á knús.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s