Þersítes

 homerÍ lestrarátakinu 2015 er Ilíonskviða efst á blaði og miðar mér vel í lestrinum, greini sterk áhrif orðfæris Hómers í samskiptum mínum við tvífætlinga og ferfætlinga enda skildi kötturinn mig ekki í morgun þegar ég ávítaði hann fyrir rán næturinnar. Annars er bókin bráðskemmtileg og í gærkvöldi staldraði ég við Þersítes sem minnir á marga sem virkastir eru í umræðuþráðum netmiðla:

„Nú settust allir og sátu kyrri, hver í sínu sæti, nema Þersítes; hann einn gerði enn mikinn hávaða og kunni ekki hóf orðum sínum. Mörg ósæmileg orð átti hann í vitum sínum innan brjósts; hann jafnkítti höfðingjunum, talaði heimskulega og án allrar siðsemi, og helst það sem hann hélt að Akkeum mundi þykja hlægilegt….Akkilles og Ódysseifur höfðu á honum hið mesta hatur því það var vandi hans að munnhöggvast við þá. Hann valdi nú enum ágæta Agamemnon smánaryrði og æpti upp ámátlega…

Smánarorð Þersítesar verða eigi höfð eftir en að máli hans loknu snaraðist hinn ágæti Ódysseifur að honum og átaldi hann harðlega:

„Óorðvandur maður ertu, Þersítes, þó þú sért nógu snjallmæltur. Stilltu þig, vertu ekki einn að deila á konungmenn því ekki ætla ég nokkurn verri mann til vera en þig…“

Fleiri orð hafði Ódysseifur um Þersítes og barði hann síðan með sprota sínum en Þersítes grét. Þótti mönnum þetta þarfaverk hið mesta og lofuðu Ódysseif.

(2. þáttur Ilíonskviðu).

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Þersítes

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s