Af fésbók í fjölmiðil

Halda mætti að ég hefði tekið ástfóstri við Pressuna með því að nefna hana tvívegis sama kvöldið. Í þetta sinn vekur viðbragðsflýtirinn athygli og ljóst er að kvöldvaktin þar á bæ er ekki dottandi oní kaffibollann, heldur eins og fálki á músaveiðum yfir fésbókinni því þar verða fréttirnar til og enginn þarf að fara út úr húsi til að leita þær uppi.

Össur Skarphéðinsson er nýorðinn virkur á samfélagsmiðli alþýðunnar. Þetta skrifaði hann í kvöld. Takið eftir tímasetningunni.

ÖssuráFB
Össur heldur áfram í hlýlegum heimilistón og hleypir lesandanum inn í forstofu einkalífsins. Tíðindamaður Pressunnar er lyklaborðslipur og laginn að endursegja. Hann birtir þetta áður en margir fésbókarvina Össurar hafa náð að lesa stöðufærslu hans. Aðeins 25 mínútur líða á milli.

Össurjátar

Kannski er tímabært að setja höfundarréttarfyrirvara á fésbókarfærslur sínar eða takmarka útbreiðsluna með stillingum. Ég þarf þess ekki, enda miðaldra nöldurseggur við Sædýrasafnið. En kannski þykir Össuri gott að hafa beintengdan krana út í bæ.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.