Tvískinnungur fjölmiðils

Þessa dagana er tjáningarfrelsið mært og lofað í bak og fyrir og auðvelt fyrir marga að tala sig upp í hita og ákefð. En í þeim efnum erum við ekki með hreinan skjöld. Um það vitna þessi dæmi:
lögbannáspegilinn
Ég man vel þegar Spegillinn var bannaður og þetta fræga eintak var lengi vel hér uppi í hillu en týndist í flutningum. Guðlastsákvæðið er eins og út úr moldarkofum forneskjunnar við hliðina á pokum fyrir drekkingarhylinn og bálið.
Guðlastsákvæðið

Samt var það ekki þetta sem varð kveikjan að þessu kvöldþusi. Heldur þessi áskorun Pressunnar, sem ákallar nú lesendur sína í átaki sem sem er gott og gilt fyrir sinn hatt.
Pressandeila

Mér finnst þetta gott mál en get ekki orðið við beiðninni. Sú var tíðin að ég gerði athugasemd við fréttaflutning Pressunnar, taldi mig bæði málefnalegan og kurteisan en var nokkuð heitt í hamsi og var því athugasemdum mínum eytt og á það lokað að ég gæti tjáð mig á þessum vettvangi. Ég held að ég geti ekki ekki lækað við neitt þarna meðan ég sæti þessari jaðarsetningu. Sama má segja um útnára Pressunnar, Bleikt.is, en ég man ekki fyrir hvaða sakir. Kannski var ég ekki nógu hrifinn af varalit vikunnar eða 20 megrunarráðum fyrir jólin. Sömu meðferð hlutu aðrir sem voguðu sér að hnýta í fréttir Pressunnar. Fjölmiðill sem biðlar svona til réttlætiskenndar fólks og samstöðuvilja, verður að sýna lit á móti, en ekki henda þeim út sem voga sér að gagnrýna. Þetta er á við að bjóða fólki í partí en gefa því hvorki vott né þurrt og láta það standa úti í horni, eftir að hafa sýnt gestgjafa aðdáun sína og tilbeiðslu með læki og deilingu. Ég nenni ekki að mæta og mun hvorki deila né læka.

Nógu hjákátlegt er að lesa langa umræðuhala á vettvangi fjölmiðlaáhugafólks á Fésbókinni og vita að stór hluti lesenda sér ekki innlegg sumra sem hafa einna hæst, því þeir kunna svo illa að meta viðhorf annarra að þeir hafa lokað öll samskipti við þá. Þetta jaðarsetta fólk kennir sig við blokk. Það er Fólkið í blokkinni.

Viðbót til áréttingar:
Það er fagnaðarefni að Pressan skuli taka afstöðu með þolanda. Í margumtöluðu meintu nauðgunarmáli Egils Einarssonar tók Pressan nefnilega afstöðu með meintum geranda og birti mynd af þolandanum til niðurlægingar og skammar. Sú myndbirting sætti mikilli gagnrýni á FB-síðu Pressunnar. Í stað þess að taka málefnalegri gagnrýni, setti Pressan þessa gagnrýnendur í athugasemdabann sem enn hefur ekki verið aflétt.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s