Vonda handboltalíkingin

ófærðViggó Sigurðsson handboltaþjálfari útskýrði muninn á danska og íslenska liðinu í HáEmm-stofunni í gær. „Þú veist að Íslendingar fara yfir Holtavörðuheiðina þó hún sé lokuð. Það myndu Danir ekki gera.“ 

Álitsgjafar eftir leik vilja komast vel að orði. Við fyrstu hlustun svellur áhorfendum móður heima í stofu því líkingin á að gefa til kynna karlmennsku, kjark, áræði, jafnvel fífldirfsku, minna okkur á að VIÐ getum allt því við erum stórasta þjóð í heimi og svo má alveg rifja upp höfðatölu og smáþjóðarklisjur. Danir eru hins vegar heybrækur sem hlusta á veðurfréttir og pakka í vörn heima hjá sér.

En samkvæmt líkingunni eru Íslendingar gjarnir á að hunsa vonda veðurspá, virða ekki lokunarskilti Vegagerðarinnar, hugsa ekkert um sköllótt dekk og kviðsíðan fjölskyldubílinn, en vaða út í óvissuna í þeirri fullvissu að þetta verði allt í lagi, björgunarsveitirnar verði á ferðinni og það verði bara stuð á heiðinni og jafnvel ævintýri sem hægt verður að ylja sér við fram á vor. Þetta er fólkið sem festir sig á Hellisheiðinni, í krapanum á Sandskeiði, fennir í kaf á Fjarðarheiði eða Ragnheiði einhvers staðar úti í rassgati og gerir sig alfarið að fíflum með háttalagi sínu. Fólkið sem tekur ekki mark á viðvörunum, veðurfréttum, góðum ráðum og gleymir þessari heilbrigðu skynsemi sem stundum þarf að fá að ráða.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Vonda handboltalíkingin

  1. Bakvísun: Ekki bjarga aulunum! | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.