Eyðilegging umræðunnar

Stundum fara góðir þættir fram hjá manni á skjánum en bíða manns í Sarpinum. Þar á meðal er viðtal við Elísabetu Jökulsdóttur en eftir þessa ábendingu á Fésbókinni hlustaði ég og horfði í morgun:

„Viðtalið við Elísabet Kristín Jökulsdóttir átti að fara í fréttirnar, en fljótlega varð ljóst að það kallaði á annan vettvang. Ríkisútvarpið brást við Elísabetu eins og hverju öðru eldgosi og setti hana strax á dagskrá. Hún talar um ást, ofbeldi og skáldskap af óvenjulegu innsæi og húmor í Viðtalinu í kvöld.“

Þetta er afar áhrifamikill þáttur og einlæg frásögn sem áhorfandinn hrífst auðveldlega af. Á netmiðlum eru allir hugfangnir. Nema einn. Skjáskot af því eina sem vakti athygli hans er hér fyrir neðan ásamt ályktun hans. Hafa ber í huga að þessi tiltekna setning sem hann vitnar til og hefur ekki orðrétta eftir þar að auki, er eftir stundarfjórðung og enginn sem hlustar ætti að velkjast í vafa um samhengið. Það verður ekki skýrt nánar hér, enda er hverjum manni hollt að verja tæpum tuttugu mínútum í að hlusta á Elísabetu Jökulsdóttur segja frá.

GuðlaugurÆvarHilmarssonum ElísabetuJökuls

Kannski ætti maður ekki að flagga svona vitleysu. Af nógu er að taka í athugasemdakerfum netmiðla, jafnvel þeim sem hafa heitið því að taka til í sínum ranni og moka rugludöllunum út, fólkinu sem les bara fyrirsagnir, er fast í hneykslunargírnum, skrifar án þess að hugsa og allt er þetta gert undir fullu nafni. Maður leiðir nettröllin hjá sér sem sigla undir fána nafnleysis. Sum eru stundum fyndin, önnur átakanlega leiðinleg. Guðlaugur Ævar Hilmarsson tilheyrir fyrri hópnum, þeim sem eru virkir í athugasemdum og hafa skoðun á öllu. Eins og dæmin sanna þarf hvorki almenna greind né ályktunarhæfni til þess. Aðeins vilja og löngun til að eyðileggja umræðuna.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.