Ekki bjarga aulunum!

fastirískafliÓfærð á vegum hefur oft ratað í fjölmiðla eins og annað endurtekið efni. Ár eftir ár hagar fólk sér eins og ólæsir hálfvitar með ofurtrú á eigin ökufærni og útbúnaði bifreiðar, uppfullt af hroka og virðingarleysi gagnvart löggæslu og björgunarsveitum sem vilja koma í veg fyrir að það fari sér að voða. Vonda handboltalíkingin  er leiðinlega rétt. Sjálfur hef ég einu sinni notið þjónustu björgunarmanna þegar ég festi rennireið mína fyrir mörgum árum en þá greiddi ég þeim uppsett verð fyrir og skildu allir sáttir. Ég lærði af þessari reynslu og hef síðan ekki lagt út í óvissu.

Í tveggja ára gamalli frétt segir t.d. : „Þetta er í fimmta skipti á fjórum dögum sem björgunarsveitin er kölluð út til að sækja vegfarendur á Kaldadal sem virt hafa að vettugi skilti þar sem segir að vegurinn sé lokaður. Í gær var rútu með ferðamönnum komið til aðstoðar á Kaldadalsvegi en þar sat hún föst í skafli. Í hinum þremur tilfellunum var um að ræða útlendinga á fjórhjóladrifnum jepplingum.“

G. Pétur Matthíasson segir frá för sinni yfir Hellisheiði í vondu veðri og lélegu skyggni og blöskrar framferði ökumanna. Ef svo heldur sem horfir breytist ekkert. Björgunarsveitir hafa nóg að gera þegar hvessir eða snjóar, fólk heldur áfram að hunsa tilmæli og ganga fram af öðrum með háttarlagi sínu. Þó er þetta auðlæknað með smá hörku.

1. Innheimtum björgunarkostnað af öllum sem þarf að bjarga vegna ofangreinds háttarlags. Sama fyrirkomulag og á hraðasektum. Björgunarsveitir fái posa og geti rukkað á staðnum. Gjaldið þarf að vera nógu hátt til að hafa fælingarmátt. Ég borgaði 37.500 fyrir hraðakstur vorið 2009 og hef ekki tímt að fara yfir hámarkshraða eftir það.

2. Ekki bjarga aulunum. Auglýst verði vandlega í fjölmiðlum og á skiltum að þeir sem hunsi fyrirmæli, geri það á eigin ábyrgð. Alvöru hrakningar á heiðavegum geta jafnvel komið viti fyrir þá alþrjóskustu. Þetta er harkalegt uppeldi fyrir fullorðið fólk. En af því að ég er mannvinur og góður í mér vil ég gera ráð fyrir þeim þrautavara að fólk getur auðvitað hringt eftir hjálp en greiðir þá útkall með óveðursálagi.

#Enginvandamálbaralausnir er nefnilega ekki bara fimmaurabrandari á tvitter þegar til kastanna kemur.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Ekki bjarga aulunum!

  1. Það er nefnilega stór munur á því að lenda í vandræðum af því að skyndilega skellur á vont veður og færð versnar eða þegar fólk keyrir vísvitandi framhjá skiltum þar sem stendur að það sé lokað.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s