Metskorið

Á skraflkvöldum eru veitt verðlaun fyrir hæsta skor í leik, hæsta bingó (allir sjö stafirnir í rekkanum eru lagðir út sem gefur 50 stig í bónus) og flottasta bingóið. Samanlagður stigafjöldi í leik skríður stundum yfir 900 og gott þykir að fara yfir 1000. Allt þar fyrir ofan er tilefni til að hreykja sér svolítið, því gaman er að gleðjast yfir góðum árangri. Það gera skraflarar svikalaust og samfagna félögum sínum.

Stigahæstu leikir ársins 2014 voru teknir saman.

topp152014Skrafl Þeir fóru allir fram á vettvangi Orðaleiks á netinu. Þar er hægt að fletta í gegnum þá, sjá bestu leiki hverju sinni og þannig stafanýtingu spilara. Leikir við þjarka eru ekki á listanum. Ég er þarna í þriðja sæti, fékk 716 stig, á líka leik í fjórða sæti sem ég tapaði, eins og fleiri viðureignum. Þrátt fyrir ósigra eru góðir leikir á opnu borði alltaf skemmtilegir.

Á nýju ári heldur fólk vonandi hástigum sínum til haga og þá helst þeim þar sem tölvan kemur ekki við sögu, heldur er leikið á þar mennskum vettvangi. Úti í heimi gildir sú regla að skrá aðeins háskor og metskor ef þau nást við holdlegar aðstæður.

Eftir þennan aðdraganda verður vikið að aðalumfjöllunarefninu sem er bandaríska skraflmetið. Það var sett á skraflkvöldi í kirkjukjallara árið 2006. Sigurvegarinn fékk 830 stig. Andstæðingurinn 490. Reyndar voru metin þrjú: Hæsta skor einstaklings eða 830, hæsta heildarskor í leik, 1320 og hæsta skor fyrir eitt orð eða 365 fyrir orðið QUIXOTRY sem spannaði tvo rauða reiti og gaf 365. Stefán Fatsis rýndi í leikinn og skrifaði mjög skemmtilega frásögn með myndum. Hana má lesa hér. (Nörðaviðvörun).

Skraflnerðir geta einnig rýnt í leikinn með því að  smella hérna, þó ekki væri nema til að virða fyrir sér forritið sem heldur utan um viðureignir. Það er ansi snoturt og gefur svigrúm fyrir athugasemdir og speki.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.