Barnaefni á íþróttarás

barnaefniRÚVÍþróttir27Margir fögnuðu þegar RÚV opnaði sérstaka íþróttarás og töldu að þá yrði síður röskun á fastri dagskrá. Sápuunnendur vilja hafa Sturm der Liebe á sínum stað en geta valið að skipta á íþróttarásina ef sent er beint frá einhverjum boltaleik karla eða kvenna. Ég vil gjarna sjá fjölbreytt íþróttaefni í sjónvarpi án þess að það yfirtaki almenna dagskrá því það er hægt að fá handboltann eða fótboltann upp í kok. Sá sem getur raðað bókum í hillur, getur skipulagt sjónvarpsdagskrá.  Þar fara íþróttir á íþróttarás.

barnaefniRÚVíþróttir26

Nú þarf að sýna frá undanúrslitum í bikarkeppni í handbolta og þá er einboðið að fletta upp á dagskrársíðunni til að skipuleggja áhorfið. Þá bregður svo við að barnaefnið hefur verið flutt á íþróttarásina til að rýma fyrir boltanum. Einfaldara hefði verið að planta bikarkeppninni þar, leyfa börnunum að hafa efnið sitt í friði og þá hefðu allir verið sáttir. En þetta er sjálfsagt gert af því að ekki ná allir útsendingum íþróttarásarinnar.

Íþróttarásin var stofnuð fyrir íþróttir. Þar er ekkert dagskrárefni skráð dögum saman meðan íþróttaefni ryður öðru efni frá á aðalrásinni. Eina ráðið í stöðunni er sjálfsagt að skipta um nafn og kalla rásina bara RÚV 2 eða eitthvað álíka. Þá er hún ekki lengur eyrnamerkt íþróttum, enda stóð hún aldrei undir nafni sem slík.

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Barnaefni á íþróttarás

  1. Þetta er vegna þess að það ná ekkert allir Rúv 2. Þeir senda ekki út stöðina á stafræna dreifikerfinu ennþá. Ég veit ekki afhverju ástæðurnar eru fyrir því. Það er bara hægt að ná Rúv 2 yfir sjónvarp Símans og á Rúv.is.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s