Dánartöluskilti við Gullfoss

Ferðamennihalku Við Gullfoss eru bönd til að afmarka leiðina fyrir þá sem vilja horfa á fossinn í hæfilegri fjarlægð. Þarna er fljúgandi hálka, ekki sú hafnfirska sem ku fljúga yfir bæinn, heldur alvöru hálka sem er ekki blankskóafær og einna helst örugg á göddum eða góðum mannbroddum. Eins og ævinlega hunsa einhverjir merkingar og fara miklu nær en þeim er hollt. Heimamenn bíða spenntir eftir slysi. Það eina sem vantar eru myndavélar á hæðina fyrir ofan til að því megi endurvarpa á Jútjúb. Þar eru fyrir vinsæl myndbönd af slysum, óhöppum, hrakförum og almennum klaufaskap. Ég sé sóknarfæri.

Merkingar og viðvaranir eru ágætar til síns brúks en duga skammt þegar einbeittur vilji beturvitrungs ræður ferðinni. Hann telur sig alltaf vita betur og honum halda engin bönd við Gullfoss eða aðra staði. Þegar um allt þrýtur er aðeins eitt ráð, sem sótt er í smiðju skákmanna. Það þarf að fórna peði.

Þegar fyrsti ferðamaðurinn rennur til og hrapar í gilið, gæti kviknað á perunni hjá hinum. En til að hann hrapi ekki til einskis er einboðið að koma upp skilti við fossinn með dánartölu, á sama hátt og ökumenn eru upplýstir um fjölda banaslysa í umferðinni á ári hverju, með stóru skilti á Sandskeiði. Ég hægi alltaf á mér þegar ég sé það.

Vandað skilti á bakkanum með tölustaf og spurningunni: Viltu hækka þessa tölu? Þetta hlýtur að hafa áhrif.

Þessa vísu kvað Látra-Björg á sínum tíma þegar hún sá mann hrapa í fjallshlíð:
Fallega hann fer og nett.
Flughálkan er undir.
Hann er að hrapa klett af klett,
kominn niðr’ á grundir.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.