Kjörþyngdarvigt og handayfirlagning

legghenduráfolkEftir umræðu gærkvöldsins er ljóst hvar samúð mín liggur. Hugur minn er hjá hinum misskildu velgjörðarmönnum sem vilja fólki vel, án þess að hafa til þess kunnáttu, reynslu og menntun. En það verður að taka viljann fyrir verkið. Ég finn samkenndina hríslast um mig, enda með jarðtengingarólina í sambandi.

Ég vil gera þessi orð Júlíusar Júlíussonar að mínum: „Nú hef ég hjálpað fólki í allmörg ár og aðeins haft það að leiðarljósi að gera vel fyrir viðkomandi. Það hefur verið mitt áhugamál svo skrýtið sem það hljómar að mig hefur alltaf langað til að hjálpa fólki í vanda. Það er svo gefandi fyrir sálina finnst mér. Ég vona að ég sé ekki einn um að upplifa mig sem slíkan mann.“

Mér þykir miður að sjá Júlíus úthrópaðan á netinu fyrir einlæga hjálpsemi. Ég hafði það sama í huga 1989 þegar aðili á mínum vegum auglýsti í Hafnfirska fréttablaðinu. Þá var göfuglyndi mitt öllu meira en hjá Júlíusi því ekki stóð til að hafa stórfé af fólki fyrir viðvikið. Þá var ekki Kastljós til að fletta ofan af okkur en blaðamaður Pressunnarhringdi og spjallaði og síðan kom Spessi ljósmyndari og tók myndir af okkur félögum. Reyndar vantar mig á myndina en veglyndi mitt er svo gífurlegt að ég set það ekki fyrir mig. Ég upplifi mig ekki með athyglisþörf. Mér fannst bara svo gefandi fyrir sálina að bjóða þessa þjónustu okkar félaganna. Eftirspurnin varð minni en við hugðum en á móti kom að nóg var að gera í hugsanaráðgjöf og skoðanamyndun fyrir bæjarstjórnarkosningarnar.

Ég hjó eftir því í morgun að lokað er hjá Allt Hitt, sem er til húsa úti á Sjónarhóli við Reykjavíkurveg. Þar fást líka gleraugu. Félagi minn benti á glufu á markaðinum og mér er ljúft og skylt að bregðast við. Þörfin er mikil og ég spái biðröð við bílskúrinn á eftir. Verðið er afar viðráðanlegt, aðeins 99.990. Þetta er vigt sem gerir kílóin léttari.

vigtinsemgerirkílóinléttari Vigtin er afar einföld í notkun. Best er að stíga á hana eftir máltíðir. Alger óþarfi er að fara berrassaður á hana á fastandi maga, nýbúinn að skíta. Síðan er ýtt á takkann vinstra megin þar til notandinn sér þá kílóatölu sem honum finnst æskileg. Einnig er hægt að stilla vigtina á kjörþyngd viðkomandi og sýnir hún þá alltaf sömu töluna. Gengið er út frá því að kjörþyngd sé frjáls, þ.e. sú þyngd sem notandinn hefur kjörið sér hverju sinni. Með þessu móti má leggja alla kvarða og skala á hilluna og njóta lífsins. Í kjörþyngd.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.