Hafnarfjarðarbrandari dagsins

hafnarfjörðurálfabærFerðamenn eru auðlind. Allir vilja fá þá. Enn hefur engin ítala verið ákveðin fyrir eftirsótt svæði og verður varla í Hafnarfirði á næstunni því þangað vantar túrhesta sem skilja eftir fjármuni í sveitarfélaginu. Hér er ýmislegt fyrir augað, að vísu ekki álfar, því enginn sér þá nema skipaðir umboðsmenn þeirra hérna megin. Á tímabili var skilti við bæjarmörkin sem gaf góð fyrirheit. Svo var það fjarlægt vegna tilfinnanlegs álfaskorts. Að ota sleikifingrinum út í loftið og lýsa ósýnilegum verum gengur ekki upp nema rétt fyrir kvöldmat. Eftir það verður brandarinn frekar rýr.

En vandinn liggur ljós fyrir. Í viðtali við Vísi segir ferðamálafulltrúi vor þetta: „„Það sem hamlar þessum gamla hafnarbæ er að það er engin afþreying í boði tengd sjónum; hvalaskoðun, sjóstangaveiði og eitthvað sem tengist sögu bæjarins og þessari dásamlega fallegu höfn.“

Þetta er góð og raunsæ greining og ég bjóst við að á eftir myndi fylgja upptalning á fyrirtækjum sem stefndu á rekstur á þessum sviðum. Svo er þó ekki. Tíma og fjármunum verður hins vegar varið í að velja 20 Hafnarfjarðarbrandara (sem flestir eru stolnir úr dönskum skopritum og staðfærðir) og verða þeir þrykktir í göngustíginn meðfram höfninni. Á íslensku og ensku. Þetta getur með góðu móti talist afþreying tengd sjónum því þegar útlendingarnir gefast upp á að reyna að hlæja að staðbundnu gríni, geta þeir horft til hafs og látið sig dreyma um hvalaskoðun, sjóstangaveiði og annað sjávartengt.

Besti Hafnarfjarðarbrandarinn (áletrunin á botninum í djúpu lauginni) fær ekki að vera með. Þessi lausn á vandanum er brandari. Eini gallinn er að hann er ekki fyndinn.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.