Í skraflfréttum er þetta helst…

Netskrafl.is er vettvangur orðanarða sem raða saman stöfum, mynda orð og leggja á spilaborð, fá stig fyrir og fagna ýmist góðum árangri eða gráta í koddann sinn. Þetta síðasta er auðvitað lygi því í skrafli er hlutur heppninnar um 25% og allir tapa fyrr eða síðar. Þegar ég fletti morgunblöðunum á netinu tek ég eftir sérstökum dálkum fyrir brú (bridge) og skák þar sem raktir eru leikir og rýnt í stöðu. Þetta eykur morgungleði mína og það eina sem vantar er álíka dálkur um skrafl. Þar sem notendur Netskraflsins eru nú orðnir 8000 og fjölgar daglega, sé ég brýna þörf fyrir svona dálk til að skraflarar finni að þeir tilheyri heimi hugaríþrótta. Þetta er sóknarfæri sem framsækinn fjölmiðill ætti að stökkva á, eins og haukur á hagamús.

Að þessu sögðu birtist hér skrafldálkur dagsins. Í venjulegri viðureign þykir gott að ná yfir 800 stig samanlagt. Yfir 900 er mjög gott og yfir 1000 er frábært. Til þess þarf helst að leggja nokkrum sinnum út alla sjö stafina í einu. Það nefnist bingó og gefur 50 aukastig. Sá sem skorar yfir 500 stig í leik hrósar yfirleitt sigri. En í leik dagsins dugðu mér ekki 516 stig því mótherjinn náði 717. Alls voru sjö bingó lögð á borðið í leiknum og það hæsta gaf 194 stig. Heildarskorið varð 1233 stig og er met í Netskraflinu. Þennan leik er hægt að skoða á þessari slóð. Hér fyrir neðan er mynd af lokastöðunni.

metskor1217

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.