Allir eru að tala um þetta

Ég hef gaman af klisjum fjölmiðlafólks. Sú fyrsta sem ég tók eftir var skömmu eftir að útvarpsrásum fjölgaði á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. Þá komst í tísku hjá ljósvíkingum að nefna nafnið sitt og segja hvað klukkan væri. Metið í þessu var tíu skipti á einum klukkutíma. Þar fyrir utan hafði viðkomandi fátt að segja. Skömmu eftir þetta hófst átakið „Meiri músik, minna mas“.


Sigmundur Davíð hjólar í bankana „Að hjóla í“ fólk, fyrirtæki eða samtök er vinsæl fyrirsagnaklisja. Í safni mínu eru rúmlega 100 slíkar. Meðan fjölmiðlungum dettur ekki í hug að skipta hjólinu út fyrir gagnrýni, ámæli, harðyrði, skammir, átölur og önnur misalvarleg orð sem gefa til kynna alvöru viðkomandi máls, nýt ég góðs af einsleitu fyrirsagnahjakki og sem fimmaurabrandara um DBS, Möwe og Schwinn.

Í morgun uppgötvaði ég aðra klisju sem er snöggtum útbreiddari en hjólið. Gúgull frændi gefur tæplega 50 þúsund dæmi. Þetta er það „sem allir eru að tala um.“ Þó ég komi víða við í dagsins önn og taki marga tali, hafa nær öll þessi atriði farið fram hjá mér og enginn hefur haft rænu eða nennu til að fjasa við mig um þau. Ég gef mér að viðmið viðkomandi blaðamanns sé ímyndun eða tilbúin forsenda nema viðkomandi hafi aðgang að daglegum Gallup-könnunum þar sem mælt er hvað allir eru að tala um. Annar möguleiki er að frétt eða auglýsingafrétt með þessari fullyrðingu fylgi tala til að lesandi viti hvað þessir „allir“ séu margir.

titrarinnsemallireruaðtalaumMér þykir afar miður að hafa misst af samræðum mannvitsbrekkna nærsamfélags míns um blómkálsgrjón, Olaplex, myndband, viðtal, bókarkafla, trufflu, Kósýherbergi, ljósmæðraþátt, æfingakerfi, matarkúr, hárteygjur og hárvörur. Að ógleymdum titraranum sem var leikfang ársins 2012. Hvar var ég þegar fólk hópaðist saman til að ræða þetta þarfaþing? Var mér markvisst haldið frá þessari umræðu? Get ég kvartað undan þöggun? Ég ætla ekki að nefna skjaldborgina því það er klisja.

cropped-2012-09-20-15-53-43.jpg

Hér er einboðið að setja mynd af ketti. Þetta er kötturinn sem allir eru að tala um. Viðmiðið er heimili mitt og vinnustaður. Fjöldi þátttakenda í umræðunni (2). Hlutlaus áhorfandi er einn (hinn kötturinn). Brúnaþyngd þess bröndótta gefur til kynna hvað honum þykir þetta fánýt og ómerkileg iðja. Ég efast þó um að hann viti að „allir eru að tala um“ hann.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.