Álfakjaftæðið í Hafnarfirði

2013-09-28 11.02.54 Vellir 7 í Hafnarfirði er þekktasta óbyggða hverfið í nágrenni mínu. Ég fer reglulega þar um á hjóli eða hlaupum, því þar er engin umferð og eina hljóðið er hvinur í raflínum sem trufla púlsmæla og geta haft önnur og verri áhrif sem þeir þekkja sem búið hafa of nálægt háspennumöstrum. Um þetta hverfi er nánar fjallað í þessari færslu.

Íbúar á Völlum 6 vilja losna við háspennulínuna sem gnæfir yfir allt þarna og fyrirheit var gefið um að línan yrði lögð í jörð. En það finnst Landsneti dýrt og þar á bæ draga menn lappir. Fyrirhuguð vegtenging við Setberg tengist einnig jarðlagningunni. Fólk hefur mótmælt, mætt á fundi og skrifað undir lista. Ætla mætti að þetta væri nóg til að hafa áhrif. En því miður er stutt í fávitavæðinguna eins og fyrirsögn fréttarinnar hér fyrir neðan ber með sér. ´Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði.“ 

Í átökunum um Gálgahraun voru reiðir dvergar dregnir fram á sjónarsviðið gegnum sjálfsskipaðan talsmann þeirra. Nú hafa ósýnilegar verur á Völlum 7 eignast talsmenn. Ef Hafnfirðingar vilja láta taka mark á sér, ættu þeir að forðast af fremsta megni að tefla fram kjaftæðinu um dverga og álfa, huldufólk og aðrar ósýnilegar verur sem búa einhvers staðar í möl og móum á Völlunum. 800 undirskriftir íbúa eiga að nægja.

Álfar gegn raflínum

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Álfakjaftæðið í Hafnarfirði

  1. Þetta er frekar mikill stormur í vatnsglasi, þó að tveir misvitrir einstaklingar telji sig sjá álfa þá þarf nú ekki að blása það svona rosalega upp í fjölmiðlum.
    Annað, sem stingur mig frekar í þessum annars ágæta pistli þínum er setningin „[…] og geta haft önnur og verri áhrif sem þeir þekkja sem búið hafa of nálægt háspennumöstrum.“

    Nú er ég forvinn hver þessi áhrif kunna að vera?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.