Á rafhjóli milli landshluta

nattfari_i_bakkaselsbrekkunniÓmar Ragnarsson og uppátæki hans eru oftast fréttaefni. Það nýjasta er að fara á rafhjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur á einni hleðslu og setja þannig met á þessari leið, eins og segir í fréttatilkynningum. Ég er nógu mikill áhugamaður um hjólreiðar til að staldra við það sem vantar í fréttirnar.

 1. Auglýstur hámarkshraði á rafhjóli er um 25 km á klukkustund. Vegalengdin er alls 432 km um Hvalfjörð því reiðhjól eru bönnuð í Hvalfjarðargöngunum. Heildarseta á hjólinu er um 15-17 klukkutímar ef hvergi er stansað. Ómar ætlar ekki að stíga hjólið,  heldur eingöngu nota rafaflið og verður því óþreyttur lungann af leiðinni. Ferðatími er áætlaður rúmur sólarhringur.
 2. Á venjulegu rafhjóli er ein rafhlaða sem knýr mótorinn. Algeng þyngd svona hjóls er um 25 kíló. Að sögn þeirra sem reynt hafa, er rafhjól þægilegt á jafnsléttu en mótorinn sér um brekkurnar. Ómar ætlar að leggja af stað með sjö rafhlöður og ef þær eru allar á hjólinu samtímis nálgast þyngdin væntanlega 40 kíló. Rafvespa (mjög algengt farartæki í Garðabæ) vegur um 60 kíló og kemst um 40 km á hverri hleðslu. Það er því frekar vel í lagt að segja að ferðin verði farin á „einni“ hleðslu.
 3. Rafhjól er borgarfarartæki og hentar best til stuttra ferða. Hleðslan dugar í dagsins önn og svo er stungið í samband á kvöldin. Mér er fyrirmunað að sjá aðdráttaraflið við að híma á níðþungu reiðhjóli í tæpan sólarhring til að fara milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þetta verður aldrei framtíðarfararmáti á Íslandi til langferða. En þetta uppátæki er auðvitað auglýsing fyrir viðkomandi hjól og ég vona að Ómar fái vel borgað fyrir og sleppi við kvef og rasssæri. Þá borgar sig að smyrja vel, og ekki bara keðju og tannhjól.

Rafknúin reiðhjól eru mörgum áhugaefni. Þessi kappi kemur sínu hjóli í 80 km hraða og fer hratt yfir fjöll og firnindi. Þegar hjólið Sörli, en svo heitir fákur Ómars, nær þessum hraða, er hægt að ræða langferðir.

 

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Á rafhjóli milli landshluta

 1. Þessi frétt er af RÚV: „Ómar Ragnarsson, fjölmiðla- og ævintýramaður, sem lagði í gær af stað á rafknúnu hjóli frá Akureyri til Reykjavíkur var kominn að Hópi í Húnavatnssýslum rétt fyrir klukkan átta í morgun.
  Hann keyrði 159 kílómetra í gær og komst að Stóru Giljá fyrir vestan Blönduós, en í gærmorgun hafði hann sett sér það markmið að komast á Blönduós. Ómar lagði aftur af stað klukkan hálf sex og var kominn 20 kílómetra leið um einni og hálfri klukkustund síðar.

  Ómar lagði upp í ferðalag sitt til að reyna að setja nokkur Íslandsmet á rafhjóli til að varpa ljós á nauðsyn þess að Íslendingar nýttu sem fyrst og best einstæða aðstöðu sína til að skipta um orkugjafa. Hann segir óhjákvæmilegt að sú breyting verði á þessari öld. Ómar setti stefnuna á fimm Íslandsmet en sagði tilgangnum náð þó hann slægi aðeins eitt þeirra. Fyrsta var að ná lengstu vegalengd sem rafknúið hjól hefur komist á einni hleðslu án þess að skipta út rafgeymum og án þess að fótaafl væri notað. Annað er að ná lengstu vegalengd sem rafknúið hjól hefur komist fyrir rafafli eingöngu í einni samfelldri ferð, án þess að skipta út rafgeymum. Þriðja metinu nær hann líklega rétt rúmlega níu, það er lengsta vegalengd sem rafknúið hjól hefur komist á minna en sólarhring fyrir rafafli eingöngu án þess að skipta út rafgeymum. Fjórða metið er að klára fyrstu ferð rafhjóls fyrir rafafli eingöngu alla leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur og loks það fimmta að sýna fram á ódýrustu orkunotkun faratækis í einni ferð milli Akureyrar og Reykjavíkur.“

 2. Þegar fréttin er krufin kemur þetta í ljós:
  1. Ómar fer hægar yfir en maður á venjulegu reiðhjóli.
  2. Ekki kemur fram hvort hann hafi þegar notað alla sjö rafgeymana sem hann lagði með af stað.
  3. Fyrsta og önnur mettilraun Ómars stangast á og standast ekki.
  4. Fimmta metið var sett þegar hjólað var á venjulegu reiðhjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ekkert rafmagn, bara fótaorka.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.