Aron Eilífs

Aron Eilífs myndAron Eilífs, einbúi og skúffuskáld á Hofsósi á afmæli í dag. Hann er fyrsta fórnarlamb byrjendalæsis því barnúngur las hann sér til óbóta og er því undir svo miklum áhrifum af löngu dauðum skáldum að er ekki er til í honum frumleg taug. Eins er komið fyrir ónefndum núlifandi og ofvirkum skáldum sem auðvitað myndu harðneita því en Aron er mjög ánægður með ástand sitt og fullyrðir að hann sé hugveita, að meistarar liðinna alda yrki í gegnum hann. Skáldanafn Arons er úr Gangvirki Ólafs Jóhanns og höfundareinkenni hans er úðin sem leitar inn í öll verk Arons, nema eitt.

Félagsfælni Arons hefur aukist með árunum og flestir á Hofsósi vita ekki að hann býr þar. Samskipti hans við aðra fara fram á netinu og einu sinni í mánuði kemur Reimar, vinur hans, við hjá honum með birgðir af dósamat og öðrum matvælum sem þola geymslu. Þetta setur Reimar í forstofuna hjá Aroni, bankar nokkrum sinnum í millihurðina til að láta vita af sér og fer að svo búnu. Hann kveðst ekki hafa séð Aron síðan 2002 og þá gegnum eldhúsgluggann. En á forstofugólfinu lá þó þetta ljóð.

Hofsóskar hugleiðingar

Mín er þunglynd morgunúð
mæni löngum upp í súð
kroppa þar í kvist og hnúð
kaffi sopann sötra
Af innri spennu ákaflega nötra.

Ég horfi út á hafið grátt
-hugsanlega er það blátt-
ef ég hefði í mér mátt
út í fjöru gengi
Inni hefi setið ansi lengi.

Útiveran verður mjer
varla bót og ekkert fer.
Íbúarnir eru hér
engin bæjarprýði
og hafa ekki húmor fyrir níði.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.