Hjólað á guðs vegum

Safn mitt með íhjólsfyrirsögnum er löngu komið yfir hundraðið en þetta skjáskot verðskuldar sérstaka færslu. Þetta er fyrsta kristilega íhjólið og eðlilegt að álykta að presturinn hjóli á guðs vegum þó hvergi sé getið um reiðhjól í handbók hirðingjanna, en það er annað heiti yfir þjóðsögusafn Miðausturlanda sem safnað var á sama hátt og Jón okkar Árnason tók saman sögur af draugum, forynjum, Þorgeirsbola, álfum og huldufólki. Ég trúi ekki á neitt af þessu en hef lúmskt gaman af fólki sem gerir það.

Sú kenning hefur verið viðruð í hópi þríþrautarfólks að Jesús hafi verið upphafsmaður svonefndar Aerostellingar á reiðhjóli þar sem handleggir eru lagðir fram á stýrið og lotið höfði. Þegar við bætist meint ganga hans á Genesaretvatni er stutt í staðfestingu á fyrstu þríþraut mannkynssögunnar. Sbr. 13. boðorðið: „Þú skalt ekki girnast reiðhjól náunga þíns, drykkjarflösku eða orkubita.“ Um þetta er til ítarleg greinargerð sem bíður kraftbirtingar.

 

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s