Hæsta verðið

 

750Ég fór í búð fyrir pabba í gær eins og aðra mánudaga. Við erum dyggir viðskiptavinir lágvöruverslana (Krónan og Bónus) og teljum óþarft að borga yfirverð fyrir helstu nauðsynjar. Á listanum voru sex tómatar og í búðarhillunni voru tveir pakkar eftir. Mér þótti verðið hátt við kassann og gerði athugasemd en afgreiðslusveinninn tjáði mér að það væri rétt og þætti lágt. Með það fór ég út en verkjaði í verðskynið því kílóið kostaði 1399 krónur. Þetta voru lífrænir tómatar, rammíslenskir, þjóðlegir og örugglega góðir á bragðið.

Í hverfisbúðinni skammt frá Sædýrasafninu fást kafrjóðir og stinnir tómatar á ca. 250 krónur kílóið í lausu.Við innpökkun í plast og pappa fer verðið í 562. Ýmis afbrigði tómata kosta enn meira og lífræna hillan er í sérflokki. En stundum er ég annars hugar og kaupi þar gúrku eða tómat, fer með heim og geri samanburð. Munurinn er enginn. Ég veit að þetta á að heita hollara, betra, meðvitaðra, umhverfisvænna, o.s.frv. en verðmunurinn hefur fælingarmátt. Samt er þetta ekki hæsta verðið. Í stórversluninni þar sem Íslendingum þykir að sögn skemmtilegast að versla kostar kílóið af lífrænum tómötum 1866 krónur. Ég efa ekki að hærra verð sé til og vil gjarna fá ábendingar um það. Hollusta verður ekki metin til fjár (k).

Svona var þetta ekki um aldamótin. Þá rataði það lífræna jafn oft í körfuna og hitt, Þá var verðmunurinn ekki svona mikill eins og þessi grein í Mbl. vitnar um.Þar er 118 prósentum slegið upp í fyrirsögn og þykir blaðamanni nóg um. Þar kemur líka fram að innlent lífrænt ræktað grænmeti var í þremur tilfellum af fjórum ódýrara en það hefðbundna. Verðmunur að öðru leyti var um 10-20%. Lífrænt ræktuð vínber voru ódýrari en hin. Síðan kom góðæri, hrun og nú stefnir í annað góðæri.

Nokkuð er um liðið síðan ég lagði Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar á hilluna. Því er með fyrirvara að ég fullyrði að munurinn á hæsta og lægsta verði sé 750%.Ég get náttúrulega hætt þessu tuði, styrkt innlenda framleiðslu og borgað með bros á vör. En ég nenni því ekki.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s