Um löggildingu miðla

svikamiðlar

Ég hef mikinn áhuga á að komast í samband við framliðna ættingja mína og gerði nokkrar tilraunir til þess á miðilsfundum sem fóru fram á fésbókinni. Á sumum þeirra voru miðlarnir tveir og sá annar um að skrifa jafnóðum um þá sem komu fram en hinir framliðnu áttu það sameiginlegt að hafa gleymt nafni sínu og skyldmenna sinna en töluðu frekar óljóst um smáatriði sem gátu átt við marga. Þegar amma mín var sögð mætt á svæðið, bað ég miðlana um nafn hennar og lýsingu. Hún var á peysufötum (staðalbúnaður fyrir gamlar framliðnar konur) og hét Gíslína. Ég þekkti þessa konu ekki og eftir nokkur orðaskipti var lokað á öll samskipti mín við miðlana.

Það er fagnaðarefni að Sálarrannsóknarfélagið skuli bjóða upp á löggildingarpróf fyrir miðla og sýnir metnað stéttarfélagsins sem vill gjarna gæta hagsmuna félaga sinna og tryggja að gestir miðilsfunda fái eitthvað fyrir aðgangseyrinn og geti treyst miðlinum. Væntanlega geta löggiltir miðlar framvísað skírteini ef um það er beðið. Ég hef að vísu ekki beðið fagmenn iðngreina um slíkt en mér nægir að sjá fumlaus og örugg handtök þeirra og vel unnið verk þegar upp er staðið. Ég treysti þeim. En ég treysti ekki svona prófi í vernduðu og trúgjörnu umhverfi.

Víkur þá sögunni að þekktum efahyggjumanni. James Randi hefur löngum gagnrýnt þá sem halda því fram að þeir búi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og býður hann eina milljón Bandaríkjadollara hverjum þeim sem að getur sannað yfirnáttúrulega hæfileika. Þessi fjárhæð hefur enn ekki verið greidd út. Miðill sem stenst próf upp á hundrað, eins og segir í meðfylgjandi grein Fréttablaðsins, ætti að skreppa vestur um haf og sækja sjóðinn.

Ef miðlar setja fyrir sig vegalengdina, kostnað við ferðalagið og annað tilfallandi, er einboðið að bjóða upp á þetta próf hér heima. Ég skal fúslega leggja mitt af mörkum, enda hokinn af reynslu eftir löggildingarpróf fyrir skjalaþýðendur. Ef viðmiðið er að miðillinn segi mér eitthvað sem enginn veit nema ég og amma, þá verður þetta einfalt og fljótlegt próf. Ég er reiðubúinn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s