Í kólon sérhvers manns…

Aron Eilífs myndÁ Hofsósi býr skúffuskáldið Aron Eilífs, sérvitringur og mannafæla. Hans ópus magnum er kvæðasafnið Úð þar sem hann er undir áhrifum frá Skerjafjarðarskáldinu, Þorsteini Eggertssyni og Gylfa Ægissyni. Hann er fórnarlamb lestrarátaks í bernsku, var orðinn læs áður en hann fór að tala og drakk í sig bókasafn heimilisins af svo mikilli áfergju að það rændi hann allri frumlegri hugsun. Búsetan á Hofsósi er það sem dvölin í Herdísarvík var Einar Benediktssyni og til að ala á einsemdinni hefur Aron engin samskipti við fólk. En öðru hverju leggur hann kvæði með innkaupalistanum í forstofuna og ætlast þá til að þeim verði komið á framfæri með einhverjum hætti.

Í þetta sinn reynir Aron að túlka það sem látnum skáldbróður hans lá ef til vill á hjarta forðum daga en þorði ekki að segja upphátt, enda var tepruskapur þá meiri en nú.

Í kólon sérhvers manns er kúkur falinn
og kann að fara gegnum þarmaskóg
á skyndibitum yfirleitt er alinn
sem undarlega veita hugarfró

Sá kúkur býr þeim mikla mætti yfir
að móast við er nálgast baksins dyr
í þrjósku sínu harða lífi lifir
og lætur sem hann verði alltaf kyrr

Viðsjárverðir eru kúksins kækir
kaldur sviti perlar enni manns
Í örvæntingu olíuna sækir
orustan er háð í þarmi hans.

Og sjá, þar fellur fyrir mannsins hendi
fjandinn sem um garnir langar smó,
eftir boð frá nárans neyðarsendi
níðinginn úr iðrum sínum dró.

Þessa litlu sigra maður metur
morgunglímu þessa loksins vann
það er alltaf best að hafa betur
í baráttunni við sinn innri mann

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s