Loftpressukaffið

Þar sem áður stóð Sædýrasafnið í Hafnarfirði er nú rekið tiltölulega blómlegt fyrirtæki sem fæst við hjáfræði, hindurvitni, fjarheilun, kattarækt, kattatamningu, kveðskap og þýðingar. Starfsmenn eru frekar fáir og þess vegna er erfitt um vik að halda uppi leynivinaleik á aðventunni en það sleppur til. Mjög lítil spurn er eftir þjónustu sumra deilda í fyrirtækinu og er það miður. Þýðingadeildin er sú eina sem hefur fastráðið starfsmann en sá er allt í senn, forstjóri, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri og ráðsmaður.

Fyrir nokkrum vikum færði fyrirtækið út kvíarnar og stofnaði Neytendastofu sem tekur að sér að meta vörur og þjónustu. Fyrsta viðfangsefnið er að sjálfsögðu Loftpressan eða Aeropress-kaffikannan sem hingað var ekið í flutningabifreið. Prófanir hafa staðið yfir með dyggri aðstoð Depils Sigurðar en hann gegndi stöðu munavarðar meðan á prófunum stóð. Hér gætir hann hólksins meðan ég hita vatnið.

2015-12-01 08.18.30 Myndbandið sýnir hvað þetta er einfalt. Ég læt reyndar heitt vatn í kaffikönnuna til að hita hana, set rúmlega mæliskeið í hólkinn, helli upp að 2,5 og hræri rólega í tíu sekúndur. Pressa hægt og sígandi og set örlitla mjólk, sem má vera flóuð, út í kaffið. Þetta er besta kaffi sem ég hef smakkað, enda er ástæðulaust að umbera vont kaffi. Ef laga á tvo bolla, set ég tvær mæliskeiðar og helli upp að 4. Áhugafólk um Loftpressukaffi getur horft sér til óbóta á myndbönd á Jútjúb og lært að útbúa froðukaffi, nærbuxnakaffi (Americano) og hreppstjórakaffi. Þetta er ekki flókið.
Morgunskotið hjá okkur Depli var í þetta sinn af espressostyrkleika. Rúmlega heil mæliskeið og hellt upp að 2. Upp úr svona kaffi má tjarga hrút. Depill fékk tvo dropa á vísifingri og æðir nú ofvirkur um hlaðið í leit að smáfuglum. Ég læt mér nægja að glugga í skjalabunka.

Viðbót: Vegna fjölda áskorana er birt uppskrift að espressómjólkurkaffi. Ríflegur mjólkurskammtur er hitaður í örbylgjunni í rúma mínútu í drykkjarmálinu sem kemur þá snarpheitt út. Hólkurinn settur á drykkjarmálið, ríflega mæliskeið af nýmöluðu kaffi í hólkinn, heitt vatn upp að rúmlega 2 og hrært í 10 sekúndur. Þrýst rólega niður. Útkoman er sterkt kaffi með góðum mjólkurkeim.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s