Þvottakonan á Völlunum

þvottakonanávöllunum2Fésbókarhópar koma oft að gagni við að lýsa eftir týndum hlutum, stolnum bílum, tilkynna um dót í óskilum eða spyrjast fyrir um eitthvað. Með hjálp þeirra eru kettir fundir, lausir hundar komast til eigenda, lyklar á víðavangi enda á réttum stöðum og svo mætti lengi telja. Ég hef t.d. reynt að finna eiganda bleika hlaupahjólsins sem ílentist hér við Sædýrasafnið í sumar og vona að hann skili sér fyrir jól.
Þessi stöðufærsla þótti mér nógu fyndin til að skjáskjóta hana. Hún birtist í opnum hópi sem í eru um 2500 manns.  Af tillitssemi við höfundinn er litað yfir nafnið en þarna er farin óvenjuleg leið til að hafa samband við nágranna, sem býr á næstu hæð fyrir ofan höfundinn. Ekki virðist hafa komið til greina að ganga upp nokkrar tröppur og fá skýringu á þessu einstaka atviki.  Þess í stað fær allt hverfið að vita af þvottastandinu og eru vinir færsluhöfundar beðnir að dreifa þessum boðskap í von um að „þvottakonan“ sjái, því væntanlega er ekki karlmaður á heimilinu og ef svo er, kann hann ekki á þvottavélina.

Í hverfinu við Sædýrasafnið býr dagfarsprútt fólk. En það gæti breyst. Ef nágranni minn sem viðrar hundinn sinn á hverjum morgni og tínir samviskusamlega upp skítinn úr honum, skyldi gleyma því í eitt skipti, er freistandi að taka hann fyrir eins og þvottakonuna á Völlunum. Því það sem einu sinni hefur komið fyrir, getur hæglega endurtekið sig og maður fer ekki að leggja á sig 20 skrefa leið til að tala um fyrir fólki.

 

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s