Fitufrysting og fjarmegrun

fitufrystingverðMeðan alþýða manna jetur smákökur í akkorði, safnar jólahlaðborðum og býr sig undir að fagna meintu frelsaraafmæli með tilheyrandi ofáti, undirbýr lítill gjörningahópur nýjasta megrunarráð janúarmánuðar þegar allir sem komust í kjólinn fyrir jólin og sáu tólin, eru fyllt af útlitstengdu samviskubiti. Í staðinn fyrir að eyða kýrverði í árskort sem byrjar að safna ryki í febrúarbyrjun er hægt að láta frysta af sér spikið. Þetta býður fyrirtækið Reykjavík Skin sem opnar óvart dyr sínar í janúar.

Kjörorð Fitufrystingarinnar „er að láta þér líða vel í eigin líkama.“ Forsenda vellíðunar er rétta útlitið. Og það er aðeins til eitt rétt útlit. Spikið verður að fara. Annars verður maður þúnglyndur eymingi með hor. Jafnvel minnstu keppir verða frystir burt með sérstakri tækni.

Þetta er ekki ódýrt og sérfræðingar segja mér að þetta virki hugsanlega á ysta lagið. Fyrir fólk í meintri yfirþyngd er veskið það eina sem léttist. Mér sýnist að heildræn meðferð fyrir mig, sem hef alltaf rambað á barmi ofþyngdar samkvæmt BMI stuðlinum, kosti sirka 400 þúsund. Þá reikna ég með nokkrum dollum af smyrslum fyrir kalsár á líkamanum sem meðferðin skilur eftir.

frostkamarÉg held enn að þetta sé grín og finnst það frekar gott. Þar sem ég hef löngum fengist við hjáfræði og var t.d. fyrstur allra á landinu að bjóða upp á fjarmegrun, er einboðið að toppa þetta með alvöru vetrarmegrun sem linnir ekki fyrr en rétta útlitið er í höfn. Lysthafendur geta komið til mín á jökulköldum vetrarmorgni og fengið að leggjast í snjóskafla hér við húsið þar til þeir verða álíka bláir á lit og bæli kattarins. Ég hef ekki í hyggju að bjóða neinum inn til að hlýja sér því það truflar ferlið. En salernisaðstaða verður til staðar.
Verðinu verður stillt í hóf. Fólk verður vigtað fyrir og eftir meðferð og greiðir kílóverð sem miðast við tímakaup stundakennara við HÍ. Sama verð verður á salernispappírnum. Árangur áfram, ekkert stopp.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s