Okkar eigið Kardassían

Ég er að mestu hættur að lesa pappírsfjölmiðla og þegar Mogginn er hingað borinn í áróðursskyni, æla kettirnir á hann hvort sem er. Fréttablaðið skilar sér stundum fyrir síðdegiskaffið og þá er það á við Bæjarins besta á Ísafirði. Ég sest við skjáinn og fletti netmiðlunum, vil gjarna lesa fréttir og fróðleik, rýni og vandað rant um landsins gagn og nauðsynjar en fell líka eins og aðrir fyrir ísmeygilegum smellubeitum.Í morgun var ég hálfsvekktur eftir yfirreið um Fréttagáttina. Þessar voru efstar og ég gekk á röðina og las.

topptíuáfréttagáttinni 7janúar1. Ekki leigumorðingi eða böðull, heldur tölvuleiksspilari.

2. Kona kallar aðra feita í Bónus.

3. Ölstofa í Kópavogi birtir ógeðslega mynd. Hildur Lilliendahl segir eitthvað á Facebook og DV fer á smelluveiðar.

4. Þýdd grein, frekar við aldur.

5. Um sama og nr. 3.

6. Þýddur fésbókarstatus frá útlöndum.

7. Barnastjarna fullorðnast og lætur sér vaxa skegg.

8. Hagfræðingar hafa skoðun á skoðun ráðherra.

9. Stórfyrirtæki lætur undan þrýstingi á samfélagsmiðlum.

10. Um sama og nr. 3 og 5.

Þegar hér var komið sögu lokaði ég Fréttagáttinni og snýtti mér í köttinn. Hans vegna vona ég að einhver hugmyndasnauður netmiðill grípi þetta ekki á lofti með fyrirsögninni: Hafnfirskur þýðandi notar kött sem vasaklút. Það gæti hafið atburðarás sem endar með þremur fréttum á gáttinni, reiðum í athugasemdum, hneykslun og fordæmingu í afkimum netsamfélagsins.

Það þýðir ekki að kvarta. Við höfum skapað þetta ástand sjálf. Við smellum, lesum og hristum höfuðið. Dag eftir dag. Þetta er vinsælasta efnið og á morgun fáum við annan skammt. Nú er svo komið að mig langar í virkilega góða frétt af einhverri Kardassían-systur ásamt selfossi. Kardassían gæti eins verið nafn á fyrrum Sovétlýðveldi, við hliðina á Túrkmenistan, Ferðakistan, Femínistan og Langtíburtistan. Fáum aftur okkað eigið Kardassían á skjáinn. Þá myndi mér líða betur og kötturinn gæti hætt að þrífa hor úr feldinum.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Okkar eigið Kardassían

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s